Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 28
30 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS bana ekki einungis haffært skip með rá og reiða heldur jafnframt öllum fjárhlut, þ. e. varningi, sem skipið gat borið. Höfundur Lax- dælu lýsir skemmtilega, hvernig það atvikast, að Þorkell er stór- tækur í útlátum á borð við konunga og jarla. Guðrún Ósvífurs- dóttir og Þorkell ræðast þannig við: — „Vil eg“, segir hún, „að þú gefir honum (þ. e. Gunnari) skipið og þar með þá hluti, sem hann má eigi missa að hafi“. Þorkell svarar og brosti við: „Eigi er þér lítið í huga um margt, Guðrún“, segir hann, „og er þér eigi hent at eiga vesalmenni;---------Skal þetta gert eftir þínum vilja".1 Höf- undi er annt um, hér sem víðar í sögunni, að ekki dyljist, hve Guðrún var kona stórbrotin og stórráð og að bóndi hennar var á sína vísu ekki minni í sniðum en Haraldur Gunnhildarson konungur, sem hafði gefið Ólafi pá knörr ásamt viðarfarmi.2 — Þegar Gunnar veit um gjöfina, kveðst hann aldrei muni verða svo langhendur, að hann fái launað þeim hjónum.3 Víðar sér þess merki, að stórmannlegt þótti hér á landi að gefa haffært skip.4 Ólíklegt er, að það hafi farið fram hjá höfundum íslendinga sagna, og þess vegna gæti tilhneigingar hjá þeim til þess að auka á reisn söguhetjanna með því að bendla þær að til- efnislausu við slíkar gjafir. V. Þótt skipakaup íslendinga á söguöld hafi ekki verið mikil og skipa- gjafir mun fátíðari en ráða má af sögunum, var þó allstór hópur manna í siglingum og nokkur hluti hans jafnan á erlendum kaup- förum. Fargæfa þótti órækt lánsmerki, hún boðaði oftast mikinn feng. Víkingaferðir og rán þótti þó meiri karlmennskuraun og ábata- vænlegri en kaupmennska, eða eins og það er orðað í Svarfdælu: „Þykja mér kaupferðir vera manni meir til prýði og ágætis en til hreysti".5 Oddur Ófeigsson frá Reykjum óx svo af sjálfum sér, að hann eign- aðist tvo knerri og hafði í förum. Lýsing Bandamannasögu á ferli 1 Isl. fornrit V, bls. 203. 2 Sama, bls. 60. ■3 Sama, bls. 204. 4 T. d. Isl. fornrit III, bls. 317—318. 5 Sama IX, bls. 133.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.