Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 104
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hljóti frá upphafi að hafa verið undir brekkurótunum, þar sem
hann hefur verið svo lengi sem menn vita, en ekki uppi á blábrún
h j allans.
Þá eru það húsin sjálf. Aðalhúsin eru greinilega tvö aflöng hús,
hvort af enda annars í beinu framhaldi. (Vera má, eins og Voion-
maa hélt, að fremra húsinu hafi verið skipt í tvennt með þverbálki,
en ég kýs að líta á þetta sem eitt hús, og er áður á það drepið).
Fremra húsið er 13 m að lengd og 3,5 m að breidd. Fremri endi þess
er niðri í sjálfri brekkunni, og má vera, að þar hafi verið timbur-
gafl, en annars eru veggir allir af venjulegri torf- og grjótveggja-
gerð. Á þessum gafli eru dyrnar og fram úr þeim gríðarmikil grjót-
lögn, sem öll er í þrepum eða eins konar tröppum, vegna þess að
hún nær alllangt niður í bratta brekkuna. Inn frá dyrum og inn
eftir gólfi miðju, hér um bil inn að innra gafli, er flór lagður
hellum, samfelldum á köflum, en nokkru gisnari á sumum stöð-
um. Mesta breidd þessa flórs er 1,5 m, en yfirleitt er hann nokkru
mjórri. Báðum megin við flórinn eru steinaraðir að endilöngu,
greinilega hærri en hann, og myndast þannig eins og bálkar með
báðum langveggjum, sitt hvorum megin við flórinn. Hér og hvar
skiptast svo þessi bálkar um þvert með steinaröðum, ekki þó þannig
að þar komi fram alveg reglulegir básar. Eigi að síður eru þetta
þó undirlög undir milligerðum milli bása, svo sem vera ber í fjósi,
og jafnvel Voionmaa sjálfur gengur svo langt í lýsingu sinni að
kalla þetta bása, án þess þó að hann drægi af því hina réttu ályktun.
Því að hús þetta er í einu og öllu venjulegt tvístætt fjós, með öllum
þeim einkennum, sem í slíku húsi eiga að vera, með flór eftir endi-
löngu gólfi, sem hallar fram að dyrum á gafli, básstokkum og
básum.
Húsið inn af fjósinu er 9,75 m að lengd og 3 m að breidd, og er
þverveggur með dyrum milli húsanna. Eftir endilöngu húsinu hafa
verið tvær stoðaraðir, um 70 sm frá veggjunum, og hafa stoðirnar
ýmist verið grafnar niður í gólfið eða látnar standa á stoðarstein-
um. Þessar stoðir hafa vitanlega borið þak hússins, og er hér öllu
eins fyrir komið og til dæmis í hlöðunni í Gröf í Öræfum, sem Gísli
Gestsson rannsakaði og hefur skrifað um, enda er engum vafa
bundið, að þetta hús er hlaða, fjóshlaðan á Lundi á sínum tíma.
Litla útbyggingin út úr miðri austurhlið húsanna þarf engrar
sérstakrar skýringar eða réttlætingar við. Hún gat verið til margra
hluta þarfleg, og sýnilega gat verið mjög þægilegt að geta gengið