Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 75
UM SKINNSAUM
11
8. mynd. Band krílaö á sjö þáttum. Skýringarmynd fsjá texta).
Ljósm.: Glsli Gestsson.
Þá er farið að kríla. * Vísifingur vinstri handar, A, er ásamt þumalfingri
sömu handar brugðið gegnum lykkjuna á B (8. mynd b) og honum síðan
stungið inn í og krækt um neðra bandið á lykkjunni á H (8. mynd c). Um leið
og hendurnar eru færðar vel í sundur, er lykkjan á H dregin með A í gegn-
um lykkjuna á B og situr eftir á A (8. mynd d).
Því næst eru lykkjurnar á hægri hendi færðar til, frá G á H, frá F á G og
frá E á F. (Með æfingu næst leikni í að láta lykkjurnar falla af einum fingri
á annan.) Engin lykkja er þá á hægri vísifingri, E, og er nú gert með honum
eins og áður með þeim vinstri: farið ásamt hægri þumalfingri gegnum
lykkju á F, krækt með E í neðra band lykkjunnar á D, hún dregin gegnum
lykkjuna á F og látin sitja á E. Síðan eru lykkjurnar á vinstri hendi færðar
til frá C á D, frá B á C og frá A á B. * Þetta er endurtekið frá * til * ,
þar til bandið er hæfilega langt.
Séu kríluð bönd úr lengri lykkjum, verða tveir að vinna saman, annar
krílar, en hinn lagfærir brugðningarnar og herðir að. Á þremur og fimm
þáttum er krílað á tilsvarandi hátt; þegar krílað er á þremur, verður þó
að krækja í efra, en ekki neðra band lykkjunnar, sem draga á í gegn. Ekki
virðist hægt að kríla á níu þáttum með þessari aðferð.