Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 137
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
139
stór kílstunga. Á sjálfu mótinu, innan við djúpan skorinn hring,
er samhverft skreyti, upphleypt (samhverft um öxul, sem liggur
hér um bil eftir miðju handfangi). Uppundnir stönglar eru megin-
atriði skreytisins. — Verkið í betra lagi.
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
6. 1 safnsk. aðeins talan 21.
21 hjá Kuhn 1929: frá Garði (Mývatnssveit, Norðurlandi),
hinn 13. júlí.
7. Enn fremur hjá Kuhn: Brauðmót; fyrrum notað til þess að
þrýsta munstri á jólabrauð; sjaldgæft nú; safnið í Reykjavík á
mörg, sum stór og með miklum útskurði.
1. 27.131^:360. Tréspjald úr eik. Ferskeytt. Sneiddar brúnir.
L. 28,7. Br. 8. Þ. 0,8.
2. Flaski úr við annan endann, annars óskemmt. Ómálað.
3. Á spjaldinu er höfðaletursstafróf, tvær línur hvorum megin.
Á annarri hliðinni er o síðasti stafur, en aftan við línuna hinum
megin eru tveir ristir bókstafir og ártal með þríhyrndum skipa-
skurðarstungum umhverfis. — Fallega unnið.
4. 1917.
5. Höfðaletur: aábcdeðfgh
iíjklmno
ó r q (?) s t u ú v
xyzþpöoæ
Rist S. F. 1917.
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (44).
Frumsk.: 44. höfðaletursstafróf, — — — hinn 29.6., frá
Stefáni Sörla, Rekavík bak Höfn.
7. Frumsk.: Stefán Sörli, um tvítugt, í Rekavík bak Höfn,
hefur skorið spjaldið eftir gamalli fyrirmynd, til þess að fara
eftir við útskurð. Hann skildi ekki sjálfur alla stafina. Með hlið-
sjón af áletrunum á nr. 6, 29, 30, 31, 42, 43, 66, (99, 100), sem eru
með letri næstum því eins og á spjaldinu, að minnsta kosti mjög
skyldu, les ég stafina á eftirgreindan hátt:
AÁBC ?DEÐFGH ÓRQ?STUÚV
IÍJKLMNO XYZÞÆÖ??
Um tvo síðustu stafina gat Stefán Sörli ekkert sagt.