Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 44
46
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þess er getið í óyggjandi heimild, að byrðingurinn, sem Bjarni
lét smíða og notaði í fyrrgreindri ferð, var áttæringur.1 — Skjóta
má því hér inn, að Páll Vídalín var nákunnugur Bjarna, enda var
hann lögsagnari Páls í Dalasýslu í tvö ár.2 — Líklegt er, að átt-
æringur Bjarna hafi verið tíróinn og því naumast minni en 20
álna langur og 6 álna breiður.
En vér vitum deili á fleiri heimildum frá seytjándu öld, sem veita
bendingar um, að áttæringar hafi verið kallaðir byrðingar. — Séra
Jón Einarsson í Stærri-Árskógi greinir þannig frá gerð og stærð
bátsins, sem Hvanndalabræður fóru á til Kolbeinseyjar sumarið
1615:
Bræður áttu byrðinga góðan
með bikaða súð og þéttan kél
seytján álna, svo skal hljóða,
sögð á lengd hans rimarfél,
farskip gott, því flest má bjóða,
fært og að öllu búið vel.1 4
Sennilega er það fremur vegna rímsins en af ókunnugleika, að
séra Jón miðar stærð byrðingsins við lengd rimarfjalar, sem er það
sama og bátasmiðir hefðu sagt, að hann hafi verið 17 álnir á borð.
— Stærð báta var auk rúmafjölda miðuð við þrennt: Lengd kjalar,
lengd borðstokks og lengd á milli stafna, sem á máli bátasmiða hét
lengdin á gígjuna. Byrðingur Hvanndalabræðra hefur með engu
móti verið stærri en áttæringur, ef rimarfjöl hans hefur verið
seytján álnir. — Skjóta má því hér inn, að úr Kolbeinsey var talin
dægursigling til óbyggða á Grænlandi.5 * — Ennfremur má geta þess,
að í Breiðafirði hétu bátar ekki skip, nema þeir væru áttrónir eða
stærri,0 en á Vestfjörðum nefndust sexæringar áraskip og að sjálf-
sögðu enn stærri bátar.7 Hvort tveggja þetta er í samræmi við vitn-
eskju um mismuninn á bátastærð Breiðfirðinga og Vestfirðinga.
Ástæðan til þess, að byrðinga er ekki getið hér á landi í Sturlungu,
1 ísl. annálar 1400—1800, Rvík 1933—38, III, bls. 486. (Grímsstaðaannáll. — Höf-
undur annálsins var tengdasonur Bjarna í Arnarbæli).
2 Merkir Islendingar III, Rvík 1949, bls. 245. (Feðgaævir).
3 Leturbreyting mín.
4 J. S. 84«o.
5 Landnámabók Islands, Kbh. 1925, bls. 2.
0 Heimildarmaður Bjarni Þorkelsson bátasmiður.
7 Jóhann Bárðarson: Áraskip, Rvík 1940, bls. 42.