Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 56
58
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
12. mynd. Þetta lcort. sýnir, hve langt var sótt á opnum bátum til hákarlaveifía
um hávetur á öldinni, sem leiö. Nyrzti báturinn er á Djúpálsrifi, þar sem Halinn
byrjar, og því góöan kipp fyrir noröan heimskautsbaug. Út aö lóörétta strikinu
á kortinu mátti hafa landsýn af Snœfellsjökli í björtu veöri.
XI.
I upphafi þessarar ritgerðar litum vér yfir sögusviðið af Helga-
felli, en þaðan hafði mátt sjá út á firðinum stóra flota sumarið
986 og sumarið 1248. Enn mátti líta þaðan stóran skipahóp hafa
samflot suður fyrir Látrabjarg og inn í Breiðafjörð árið 1263. En
þá var ekki miðsumar, heldur úthall vetrar, svo að sjó gat stært
hvenær sem var á innfjörðu og þá ekki síður fyrir opnu úthafi.
En Vestfirðingar, liðsmenn Hrafns Odsssonar, létu það ekki aftra
för sinni. Þeir vissu, hve mikið mátti bjóða bátunum, sem þeir
voru á, og óttuðust jafnvel ekki að fara á þeim fyrir annes og um
Látraröst svo snemma árs.
Snemma á 19. öld eykst hákarlaútvegur Vestlendinga mikið,
sökum aukinnar eftirspurnar á lýsi. Þá mátti oft sjá af Helgafelli
tíróin skip Vestureyinga halda út Breiðafjörð á svipuðum árstíma
og liðsmenn Hrafns Oddssonar voru þar á ferðinni tæpum sex öld-
um áður. Vestureyingar sigla út í Kolluál og brúnir hans og liggja þá
oft úti átta dægur í senn,* 1) en á sögualdarskipum var talin fjögurra
1 Sögn Hermanns Jónssonar, skipstjóra í Flatey, (f. 1856), en hann fór í margar
hákarlalegur, bæði sem skipstjóri og háseti. Aðal-hákarlamið Vestureyinga var
i Þverál (Ólafsvíkurenni í Hróa), en Ólsarar og Sandarar fóru út í landgrunns-
brún álsins.