Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 147
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1963
149
nes til þess að endurskoða friðlýsingar, og er ætlunin, að þetta verði
upphaf að allsherjar endurskoðun þessara mála í framtíðinni. Eng-
um vafa er bundið, að brýna nauðsyn ber til að vinna slíkt verk,
endurskoða allar eldri friðlýsingar, friðlýsa fleiri staði eftir því
sem þörf þykir, og merkja alla friðlýsta staði sérstöku friðlýsing-
armerki.
Þór Magnússon dvaldist vikutíma í Reykholti og hreinsaði og
rétti alla gamla legsteina, en þeir eru þar óvenjulega margir.
Erlendir fræðimenn.
Ellen Marie Magerey, mag. art. dvaldist hér á landi við rann-
sóknir í safninu 27. júní — 10. ágúst. Var það lokarannsókn varð-
andi íslenzkan tréskurð, en frú Mageroy hefur lengi fengizt við
það efni. Hinn 6. júlí kom frú Marta Hoffmann, safnvörður frá
Bygdoy, og vann hér rúma viku ásamt Elsu E. Guðjónsson við að
setja upp í gamla vefstaðinn eftir öllum kúnstarinnar reglum, eftir
því sem næst verður komizt að verið hafi, og vefa á hann vaðmál.
Vefstaðurinn sjálfur er að nokkru leyti gamall, en Guðmundur
Þorsteinsson smíðaði það sem á vantaði. Jan Nilsson sendikennari
var alllengi á safninu og rannsakaði örnefni. I stutta heimsókn
komu Ása og Anders Nyman frá Uppsölum. Auk þessa ber svo að
nefna gestina á aldarafmæli safnsins, þjóðminjaverðina dr. P. V.
Glob, dr. Nils Cleve og Sverri Dahl og prófessor Hilmar Stigum.