Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 98
100
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
grynnst. En ef dýpi var meira en rúmlega 1 m, gátu dráttarmenn-
irnir ekki neytt sín, og varð þá, þar sem dýpra var, að hnýta saman
1—8 línum, festa annan endann við flekann og róa á bát með hinn
endann til ákvörðunarstaðar, fara þar útbyrðis á ca. meters dýpi
og toga í línuna, fyrst vaðandi í átt til lands, og síðan af landi,
þangað til flekinn var kominn á leiðarenda. Við þetta sparaðist
vinna við að kasta saman í ýtuna, en hinsvegar voru þessir flekar
öllu hægskreiðari en ýturnar og þoldu enn ver öldugang á vatn-
inu, án þess að liðast í sundur.
Þegar búið var að koma sefinu í hauga á vatnsbakka, var það
sett á reipi, dregið í hagldir og hnýtt um kefli, sem var fest með ak-
taugum í aktygi á hestum, sem síðan drógu þessi hlöss á þurrkvöll,
þar sem því síðan var dreift í flekk. Þetta var hin versta vinna,
bæði fyrir menn og hesta. Sefstráin eru löng, sligblaut og saman-
þvæld í haugnum, og því erfitt að slíta þau úr honum, og þó ekki
væri mikið heymagn í hverju hlassi, reyndist hestunum mjög erfitt
að draga þau. Vorið 1905 kom fyrsta kerran á Vatnsbæi, og var þá
þegar smíðað á hana heyhrip, sem sefinu var kastað upp í með
heykvísl. Dró hesturinn kerruna á þurrkvöllinn, var þar hvolft úr
henni og heyinu síðan dreift með heykvísl. Var þá og algerlega
hætt að kasta heyinu upp á vatnsbakkann, en sefinu þess í stað
kastað með heykvísl upp í heyhripið beint úr flekanum og hestur
og kerra á meðan látin standa framan við vatnsbakkann. Spöruðu
þessi nýju vinnubrögð að miklum mun tíma og erfiði, bæði fyrir
menn og hesta.
Mjög fljótlegt var að slá sefið. Mun góður sláttumaður hafa
getað losað 40—50 hesta á dag miðað við þurrhey, þar sem grasið
var sæmilega þétt og botnleðja ekki mikil („vondur botn“). Töldu
margir, sem ekki höfðu sjálfir reynt, sefið uppgripaengi. Var þá
fyrst og fremst haft í huga, hve fljótlegt var að fella grasið, en
ekki tekið með í dæmið, hvað eftirvinnan var seinleg og erfið, að
ekki sé talað um alla vosbúðina, stundum í streymandi rigningu og
kalsaveðri.
Á síðari árum hefur sefsprettan farið stöðugt minnkandi, og er
nú orðin sáralítil eða engin. Er það tilgáta kunnugra manna, að
ástæða til þessarar gróðureyðingar muni vera sú, að á hverju vori
strax og ísa leysir hópast á vatnið fjöldi álfta, sem kafa eftir og
slíta upp sefræturnar. En hvort sem þessi tilgáta er rétt eða ekki,
þá er staðreynd, að sefheyskapurinn er nú „en saga blott“. Má
því ætla, að nú séu að verða síðustu forvöð að halda til haga fyrir