Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 35
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
37
ósennilegt, að Eiríkur hafi átt knörr, þá er hann var dæmdur á Þórs-
nesþingi, en hins vegar kynni hann að hafa átt góðan farmabát,
þar sem hann var eyjabóndi. í Grænlendinga sögu segir: ,,Bjó
Eiríkur þá skip sitt til hafs“, en í Landnámu og Eiríks sögu: „Hann
bjó skip sitt í Eiríksvogi". Af þessum frásögnum verður ekki ráðið,
hvort Eiríki hafi verið gefið þetta skip eða léð, eða hvort hann
átti það áður en hann var fjörbaugsmaður. Lýsingin á feluleiknum
með skipið er ekki trúleg og minnir mjög á undirbúning að utanför
Þórarins svarta í Mávahlíð, en hann var ger útlægur um svipað
leyti og Eiríkur1. Dímunarvogur var heppilegur staður djúpskreið-
um skipum, en hann var í alfaraleið. Dagverðarnes er skammt frá,
en þar var verzlunarhöfn, og til Skógarstrandar er einnig stutt.
Hafi Þorgestur verið að svipast um eftir Eiríki í eyjunum, eins
og Eiríks saga hermir, er ósennilegt, að hann hefði ekki orðið
stórskips var í Dímunarvogi. Ef Eiríkur hefur leitað Gunnbjarnar-
skerja á haffæru skipi,2 er líklegt, að vinir hans og styrktarmenn
hafi látið honum þann farkost í té.
Þegar talað er um haffært skip í þessari ritgerð, er alltaf átt við
löglangt kaupskip, en það hlaut að vera stærra en tólfæringur, þar
sem það mátti sessum telja.3
Ekkert er vitað um efnahag þeirra manna, sem sigldu úr Breiða-
firði með Eiríki sumarið 986, en varla hafa margir þeirra átt
knerri eða þeir hafi haft ráð á að kaupa slík skip. Þeir menn, sem
nafngreindir eru í grænlenzka landnemahópnum, eru svo til allir
ókunnir. Þar sem ætla má, að þeir hafi verið úr söguríkustu hér-
uðum landsins, Breiðafirði og Borgarfirði. en þeirra er hvergi
getið (nema tveggja eða þriggja), hefur naumast farið mikið fyrir
þeim, meðan þeir voru hér á landi, né heldur, að þeir hafi verið í
nánum tengdum eða skyldleika við þá höfðingja, sem sögurnar
fjalla mest um. Áður hefur lítillega verið vikið að því í þessari rit-
gerð, að ekki hafa aðrir verið í færum að eignast sæmilegan knörr
en þeir, sem voru allvel efnum búnir. Skoðun Jóns Jóhannessonar
er á sömu lund, en hann kveður þó enn fastar að: „Til hafskipa-
kaupa þurfti mikið fé“.4
1 Isl. fornrit IV, bls. 57.
2 Helge Ingstad segir í riti sínu (Landet under leidarstjernen, bls. 18): „Noen
av dem fulgte skuten utover til Elidaoya". Þess er hvergi getið I heimildum,
að skip þetta hafi verið skúta.
3 Jónsbók hin forna, Akureyri 1858, bls. 222.
•1 Islendinga saga I, bls. 119.