Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 39
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
41
rétt fyrir jól, í háskammdegi, þegar allra veðra er von, en eins og
áður er sagt, var enginn farmur j afnháskalegur og skreið, eink-
um ef henni var hátt hlaðið, sem oftast var sökum þess, hve fyrir-
ferðarmikil hún var. Misvindasamt er af fjöllum upp af strönd-
inni, einkum gátu sviptibyljir fyrir og af Ólafsvíkurenni verið
hættulegir, en einmitt á þeim slóðum fórst Þóroddur.1 Á öll þessi
atriði ber að líta, þegar minnzt er á teinæring Þórodds á Fróðá
og hinztu för hans. — Eitt sinn fer Snorri goði þrennum skipum
inn eftir Álftafirði, og voru á þeim um fimm tugir manna2 Mann-
fjöldinn gæti bent til þess, að bátar þessir hafi verið teinæringar.
— Þegar Þorgils Arason býr á Reykhólum, á hann teinæring, en
Þorgils má telja samtímamann Eiríks rauða. — Annar samtíma-
maður Eiríks, Steinþór á Eyri, kaupir teinæring góðan við kaup-
far í Dagverðarnesi, og mætti skilja frásögnina um kaupin á þá
leið, að báturinn hefði verið fluttur frá Noregi og verið eftir-
bátur. Um þetta leyti tíðkast teinæringar á norðvesturlandi, á svæð-
inu frá Ströndum í Skagafjörð. Grettissaga getur um þrjá á þess-
um slóðum.3 Höfundur Eyrbyggja veit deili þess, að tólfæringar
eru til, og getur um einn þeirra.4 Þau dæmi, sem hér hafa verið
nefnd, gætu öll verið frá tíma Eiríks rauða, og ef svo væri, er lík-
legt, að skip af teinæringsstærð hafi þá verið algeng.
Áður var þess getið, að bátur sá, sem Steinþór á Eyri kaupir
í Dagverðarnesi, kunni að hafa verið eftirbátur, og báturinn, sem
Snorri goði fer á úr Bjarnarhöfn, hafi einnig getað verið sams
konar bátur. Sumir, sem á hann hafa minnzt, fullyrða jafnvel,
að svo hafi verið. Algengt var, að kaupför, sem fóru um úthaf,
liefðu tvo báta, annan lítinn, er hafður var uppi á skipinu, en hinn
miklu stærri. Hann var ætíð hafður í togi og nefndur eftirbátur.
Um stærð eftirbátsins, sem kaupskipin notuðu, er sigldu milli Nor-
egs og Islands, er ekkert vitað með vissu, en ætla verður, að hann
hafi verið allstór, a. m. k. á borð við teinæring. Sú var og skoðun
Hjalmar Falks5 og Bernhard Færoyviks.6 Hvergi er beinlínis frá
því sagt, til hvers eftirbáturinn var ætlaður, en augljóst er, að
til hans á að grípa, ef skipverjar þurfa einhverra hluta vegna að
1 Isl. fornrit IV, bls. 148.
2 Sama, bls. 120.
3 Sama VII, bls. 21, 29 og 247.
4 Sama IV, bls. 158.
5 Altnordisches Seewesen, Heidelberg, 1912, bls. 91.
0 Bergens Sjofartsmuseums árshefte 1948, bls. 47.