Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 37
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
39
hagar stofnun búa sinna með hliðsjón af þeim. Samtímis og Egils
saga greinir frá því, að Skallagrímur hafi verið mikill skipasmið-
ur, er beinlínis sagt, að hann hafi eigi skort rekavið í báta sína.1
— Síðan hafa íslendingar smíðað báta úr rekavið og gera það enn.
Alla tíð hefur verið fremur lítill reki í Breiðafirði, og er Látra-
röst einkum orsök þess. Hún víkur öllu lauslegu á haf út, sem
nærri henni kemur. Sumt af því berst að Snæfellsnesi sunnanverðu
og suður um Mýrar, en langminnst inn í Breiðafjörð. Breiðfirð-
ingar virðast því þegar á söguöld hafa orðið að sækja rekavið til
bátasmíða langar leiðir, annaðhvort suður á Mýrar, vestur á firði
eða norður á Almenninga. Til flutninga á þessu efni þurftu þeir
stóra farmabáta.
Af því, sem nú hefur verið sagt, má ráða, að Breiðfirðingar
komust ekki hjá því þegar á landnáms- og söguöld að eiga mikinn
bátakost, engu síður en á seinni öldum. Fiskveiðar, flutningar og
samgöngur á sjó voru snar og mikilvægur þáttur í afkomu þeirra,
en í þeim efnum áttu þeir allt undir bátnum. Ástæða virðist því
til að ætla, að á dögum Eiríks rauða hafi bátaeign Breiðfirðinga
verið allmikil. En hvað vitum vér um breiðfirzka sögualdarbátinn,
gerð hans og stærð?
Aldrei hefur bátur verið grafinn úr jörðu á Islandi, og í þeim
kumlum frá söguöld, þar sem far hefur sézt eftir báta, hefur sýni-
lega verið um svo litlar kænur að ræða, að af þeim verður ekkert
ráðið um stærð breiðfirzka farma- og fiskibátsins í tíð Eiríks
rauða. Fátt er því vitað um sögualdarbátinn íslenzka annað en það,
sem greint er frá honum í íslendingasögum. Heimildir þeirra eru
fátæklegar í þessu efni og líklega fremur ótraustar. Skrásetningar-
tími þeirra er svipaður og Sturlungaaldarfrásagna, og verður því
að leggja aldur þeirra að jöfnu, því að aldrei verður úr því skorið,
hvað varðveitzt hefur óbrenglað í munnlegri geymd um tveggja alda
gamla atburði eða þjóðlífslýsingar, sízt að því er snertir smáatriði.
Hins vegar er vert að hafa í huga, að margir landnámsmanna, sem
komu frá Vestur-Noregi og Suðureyjum, hafa sjálfsagt kunnað til
bátasmíða, þótt íslendingasögur séu fáorðar um það. En þótt þær
hermi ekkert um stærð breiðfirzka bátsins annað en rúmatölu endr-
um og sinnum, er þó í upplýsingum þeirra fólgin vitneskja, sem
draga má af ýmsar sennilegar ágizkanir.
Snorri goði er eitt sinn staddur úti í Bjarnarhöfn „að skipi“,
1 Isl. fornrit II, bls. 75.