Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 40
42
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
yfirgefa skipið. Áhöfn kaupskipanna, knarranna, var sjaldnast
minni en tuttugu menn, en oftast um þrjátíu að meðtöldum far-
þegum. Til þess að eftirbáturinn gæti tekið alla skipshöfnina og
unnt reyndist að fleyta sér á honum að landi, jafnvel úr miðju hafi,
hefur hann þurft að vera allstór.1 Sökum þess, að kaupskipin þurftu
engu síður á eftirbát að halda á útleið, er því ekki gerandi á fæt-
urna, að landsmenn hafi átt kost á mörgum slíkum bátum til kaups.
Eins og áður hefur verið vikið að, ræður tilviljun oftast lýsing-
um höfunda íslendingasagna á atvinnutækjum landsmanna, og
vitanlega ekki síður þeim, er snerta fiskveiðar og sjómennsku en
landbúnað. Sennilegt er, að þjóðlífslýsingar sagnanna séu í höfuð-
atriðum réttar,2 og jafnvel í sögum, sem taldar eru rómanar, eins
og Víglundar saga og Króka-Refs saga. En í Víglundar sögu er þess
getið, að í útveri á Snæfellsnesi sé róið til fiskjar á teinæringi, og
höfundur Króka-Refs sögu, sem vafalítið er Breiðfirðingur, þekkir
vel til bátasmíða og jafnframt, að til séu tólfæringar.
VII.
Á söguöld virðast ferjur vera nokkuð algengar, einkum á Vest-
fjörðum og Norðurlandi, en um stærð þeirra og gerð er hvergi
getið. Áhafnir þeirra eru oftast 7—12 menn.3 Þeim var bæði siglt
og róið,4 en þær þóttu þungar í róðri. Ferjur virðast einkum hafa
verið notaðar til flutninga. Munurinn á þeim og teinæringum eða
tólfæringum hefði helzt getað verið fólginn í því, að lag ferjanna
hafi betur hentað til hleðslu á varningi. Ekki er ósennilegt, að
þær hafi verið flatbotnaðri en bátar og þarafleiðandi breiðari. Þeim
hefur trúlega ekki verið treyst til langferða í vetrarsjó, enda er
1 Eftirbáturinn var það stór, að ekki kemur til neinna mála, að hann hafi verið
hafður uppi á kaupfarinu i meginhafi, eins og talið er líklegt í skýringargrein
í ísl. fornritum XI, bls. 31.
2 Ég vil minna á skoðun prófessors Ólafs Lárussonar: „Það mun vera ástæðu-
iaust, að ætla að þjóðlífsiýsing sagnanna sé röng, svo nokkru nemi. Um ein-
stök atriði kunna lýsingarnar að hafa orðið stórfenglegri hjá þeim, er með
sögurnar fóru, en varla svo að miklu muni um heildarsvipinn". — (Byggð og
saga, bls. 11).
3 Isl. fornrit V, bls. 32, 99 og 156. — Sama VI, bls. 133.
4 Sama V, bls. 156.