Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 24
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ísl. fornrit varðveita í máli og myndum um knörrinn, að hann hafi
verið stuttur að tiltölu við lengdina, a. m. k. í samanburði við lang-
skipin, allborðhár miðskipa, en þó reistur til stafna, einsigldur með
þversegli. Farmrýmið var miðskipa og þar stóð siglan, en hana mátti
fella, ef þurfa þótti. Fyrir framan og aftan farmrúmið voru róðrar-
rúm, en þau tengdu gangpallar, er voru meðfram síðum beggja
vegna, utan við búlkann. Knörrinn var farmskip, og við það var
gerð hans miðuð. Hann var sjóborg í samanburði við langskipið, en
þungur í vöfum og þess vegna ekki til þess að fleyta honum langar
leiðir á árum. Hann var mjög misstór, en ekki greina heimildir frá
stærðarmun með öðrum orðum en þessum eða öðrum álíka: — „Sigldi
þar af hafi knörr einn lítill“,1 2 eða „1 Vestmannaeyjar kom knörr
mikiir.2
III.
Víkjum nú aftur að landnámsflotanum, sem fór frá íslandi að
fyrirlagi Eiríks rauða. Flestir fræðimenn eru þeirrar skoðunar, að
í þeim flota hafi eingöngu verið knerrir. Þeir segja það ýmist berum
orðum eða ráða má það af landnámsmannafjöldanum, sem þeir
telja að hafi komizt til Grænlands sumarið 986. Einungis verður
drepið hér á vitnisburð tveggja manna. Birtist annar fyrir nær
því sjötíu árum, en hinn í bók, sem kom út síðastliðinn vetur.
Finnur Jónsson lítur svo á, að á skipunum 14, sem komust til
Grænlands, hafi verið 6—700 manns. Af þessum mannfjölda verð-
ur að ætla, að Finnur telji skipin hafa verið knerri og þá fremur
í stærra lagi.3
Gwyn Jones prófessor í Wales hyggur, að landnemastofninn í
Grænlandi hafi naumast verið minni en 400 manns. Gæti sá fjöldi
bent til þess, að hinn enski prófessor hafi knörrinn í huga.4
Er líklegt, að 25 knerrir hafi verið til í Breiðafirði og Borgarfirði
sumarið 986 og þeir hafi allir legið á lausu til Grænlandsferðar? Hafi
svo verið, er sennilegt, að þeir menn, sem fóru í Grænlandsleiðangur-
1 Sturl. I, bls. 396.
2 Sama, bls. 270.
3 Um Grænland að fornu og nýju. Kaupmannahöfn 1899, bls. 3.
4 The Norse Atlantic Saga, London 1964, bls. 47.