Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 142
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Skólaheimsóknir.
Enn sem fyrri hafa nemendur ýmissa skóla komið í fylgd með
kennurum sínum til þess að skoða safnið, bæði úr Reykjavík og
utan af landi. Ber sérstaklega að geta þess, að Handíðaskólinn og
Myndlistarskólinn hafa báðir komið með nemendur til þess að láta
þá vinna eftir fyrirmyndum í safninu, og svo hins, að eins og að
undanförnu voru skipulegar skólaheimsóknir frá gagnfræðaskól-
unum í Reykjavík undir handleiðslu Hjörleifs Sigurðssonar list-
málara, og komu á þann hátt 1233 nemendur í safnið á árinu.
Safnauki.
Safninu barst óvenjulega mikill safnauki á þessu ári, og voru
færðar alls 114 færslur í aðfangabók, en að venju eru oft margir
gripir í hverri færslu. Ástæður til þessa mikla magns eru tvær: ald-
arafmæli safnsins og söfnun vefnaðarsýnishorna, en hún stafar eink-
um af frumkvæði Þórðar Tómassonar á því sviði. Fyrir hans at-
beina hefur safnið eignazt á þessu ári fjölda sýnishorna úr áklæð-
um, ábreiðum og flíkum, og standa vonir til, að framhald verði á.
Af afmælisgjöfunum ber öðru fremur að nefna kirknateikningar
dr. Jóns Helgasonar biskups, sem gefnar voru af börnum hans,
Annie, Cecilie, Þórhildi og Páli, og málverk, sem Jóhannes S. Kjar-
val málaði og gaf í tilefni afmæiisins, en a.nnars skulu afmælisgjaf-
irnar ekki taldar hér, þar sem skrá um þær var á sínum tíma birt
í blöðum. Að öðru leyti skal þetta talið meðal þess helzta:
Gríðarmikið safn af Ijósmyndaplötum, gef. Jón Kaldal; gullhring-
ur með nöfnum austurvegsvitringa, gef. Ármann Hansson, Myrká;
2 lýsislampar og 2 söðuláklæöi, ánafnað af Ragnheiði Runólfsdóttur,
kyrtilbúningur með öllu tilheyrandi, saumaður og gefinn af Guð-
björgu Kolka, nisti með lokk af Jóni Sigurðssyni, gef. Þórdís Hof-
dahl (f. Claessen) ; mynd eftir Sigurð málara af Stefáni Eiríkssyni,
alþm. í Árnanesi, gef. Lovísa Eymundsdóttir, Dilksnesi; líkan af tog-
aranum Helgafelli, gef. Þórður G. Hjörleifsson; altarissteinn frá
Skarði í Meðallandi, afh. af biskupi; málverk af Soffoníasi Davíðs-
syni eftir Arngrím Gíslason, ánafnað af Soffíu Soffoníasdóttur;
ýmsir merkir erlendir listgripir, gef. Ása Guðmundsdóttir Wright.
Loks skulu svo í einu lagi nefndar ýmsar sjóminjar, m. a. tveir
lagvaðir fyrir hákarl, allt komið frá Austfjörðum fyrir atbeina
Friðriks Steinssonar. Gefendur þessara hluta eru: Marta og Thor
Clausen, Eskifirði, Albert Bergsveinsson, Krossi, Egill Kristjáns-
son, Eskifirði, Bjarni Marteinsson, Eskifirði, Úlfar Kjartansson,