Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 74
76 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ívafinu svo brugðið í gegnum það með fingrunum.“14 Aðferð þessi er einnig greinilega sýnd á meðfylgjandi mynd af teikningu eftir Sigurð Guðmundsson málara (7. mynd).15 Má þar sjá baðstofulíf, meðal annars þrjár konur, er sitja við vinnu; spinnur ein á snældu, önnur prjónar sokkbol, en sú þriðja vefur á fæti sér. Fótofin bönd með kögri hafa ekki verið eins algeng og slétt bönd, enda var notagildi þeirra takmarkaðra. Þó er í Þjóðminjasafni nokk- uð af slíkum kögur- eða skúfböndum, ýmist á flautaþyrlum, svo- nefndir þyrilborðar,10 eða meðfram brúnum á flosuðum hempuborð- um,17 altarisklæðum, altarisbrúnum og -dúkum, og eru kögrin á kirkj uklæðunum með ýmsum litbrigðum.18 Kögurböndin fótofnu voru unnin með sama hætti og venjulegur fótvefnaður, nema hvað ívafið var tvílagt í hvert skil og því þá jafnframt brugðið utan um eitthvað, til dæmis hæfilega gilda spýtu, við annan jaðar bandsins til þess að mynda kögrið. Stundum, til dæmis á þyrilborðum, voru lykkjurnar látnar halda sér, en annars, eins og á skinnsaumsborðunum tveimur, var klippt upp úr lykkjunum og kögrið jafnað. Erlendar heimildir skortir um fótofin bönd, en bönd með sömu áferð voru, til dæmis í Danmörku og Svíþjóð, unnin með vefspjaldi eða í sérstökum bandvefstólum.10 Að strengja uppistöðu við fót sér er þó ekki íslenzkt fyrirbrigði einvörðungu,20 og trúlega er að- ferðin ævaforn. Krílud bönd. Þótt ekki verði séð, að nein kríluð bönd hafi varðveitzt í Þjóð- minjasafni önnur en þau, sem eru í skinnsaumuðu hempuborðunum, verður að ætla eftir heimildum, að slík bönd hafi verið algeng áður fyrr. Þau voru notuð á margan hátt, svo sem í tengsli, stroffur og bolreimar,21 til bryddinga22 og sem slitbönd innan á samfellu- falda.23 í íslenzkum þjóðháttum24 er ennfremur sagt, að krílað sé á þrem- ur, fimm, sjö og jafnvel níu þáttum, að kríluð bönd séu flöt, en þó þykkust í miðju og að mátt hafi kríla með mismunandi litum. Ekki er lýst aðferðinni við að kríla, en þar eð þeim fer nú fækkandi, sem hana kunna, verður hér gerð tilraun til þess að lýsa henni í stuttu máli.25 Er fyrirsögnin miðuð við, að krílað sé á sjö þáttum. Búnar eru til sjö lykkjur, um einn metri á lengd hver, þær bundnar saman og festar, til dæmis við rúmstuðul eða hurðarsneril. Cr lykkjum þessum fæst um 75 sm langt band. Þær eru settar upp á fingur beggja handa (8. mynd a), þrjár á vinstri (á B, C og D), en fjórar á hægri (á E, F, G og H), og snúa lófarnir að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.