Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 74
76
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ívafinu svo brugðið í gegnum það með fingrunum.“14 Aðferð þessi
er einnig greinilega sýnd á meðfylgjandi mynd af teikningu eftir
Sigurð Guðmundsson málara (7. mynd).15 Má þar sjá baðstofulíf,
meðal annars þrjár konur, er sitja við vinnu; spinnur ein á snældu,
önnur prjónar sokkbol, en sú þriðja vefur á fæti sér.
Fótofin bönd með kögri hafa ekki verið eins algeng og slétt bönd,
enda var notagildi þeirra takmarkaðra. Þó er í Þjóðminjasafni nokk-
uð af slíkum kögur- eða skúfböndum, ýmist á flautaþyrlum, svo-
nefndir þyrilborðar,10 eða meðfram brúnum á flosuðum hempuborð-
um,17 altarisklæðum, altarisbrúnum og -dúkum, og eru kögrin á
kirkj uklæðunum með ýmsum litbrigðum.18 Kögurböndin fótofnu voru
unnin með sama hætti og venjulegur fótvefnaður, nema hvað ívafið
var tvílagt í hvert skil og því þá jafnframt brugðið utan um eitthvað,
til dæmis hæfilega gilda spýtu, við annan jaðar bandsins til þess að
mynda kögrið. Stundum, til dæmis á þyrilborðum, voru lykkjurnar
látnar halda sér, en annars, eins og á skinnsaumsborðunum tveimur,
var klippt upp úr lykkjunum og kögrið jafnað.
Erlendar heimildir skortir um fótofin bönd, en bönd með sömu
áferð voru, til dæmis í Danmörku og Svíþjóð, unnin með vefspjaldi
eða í sérstökum bandvefstólum.10 Að strengja uppistöðu við fót sér
er þó ekki íslenzkt fyrirbrigði einvörðungu,20 og trúlega er að-
ferðin ævaforn.
Krílud bönd.
Þótt ekki verði séð, að nein kríluð bönd hafi varðveitzt í Þjóð-
minjasafni önnur en þau, sem eru í skinnsaumuðu hempuborðunum,
verður að ætla eftir heimildum, að slík bönd hafi verið algeng áður
fyrr. Þau voru notuð á margan hátt, svo sem í tengsli, stroffur og
bolreimar,21 til bryddinga22 og sem slitbönd innan á samfellu-
falda.23
í íslenzkum þjóðháttum24 er ennfremur sagt, að krílað sé á þrem-
ur, fimm, sjö og jafnvel níu þáttum, að kríluð bönd séu flöt, en þó
þykkust í miðju og að mátt hafi kríla með mismunandi litum. Ekki er
lýst aðferðinni við að kríla, en þar eð þeim fer nú fækkandi, sem
hana kunna, verður hér gerð tilraun til þess að lýsa henni í stuttu
máli.25 Er fyrirsögnin miðuð við, að krílað sé á sjö þáttum.
Búnar eru til sjö lykkjur, um einn metri á lengd hver, þær bundnar saman
og festar, til dæmis við rúmstuðul eða hurðarsneril. Cr lykkjum þessum fæst
um 75 sm langt band. Þær eru settar upp á fingur beggja handa (8. mynd a),
þrjár á vinstri (á B, C og D), en fjórar á hægri (á E, F, G og H), og snúa
lófarnir að.