Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 140
142
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
alla aðhlynningu að húsinu og daglegan rekstur þess, auk þess
sem hann er bókavörður safnsins og hefur umsjón með manna-
myndasafni og hljómplötu- og segulbandasafninu, Þorkell Gríms-
son hélt áfram skrásetningu safngripa eins og að undanförnu, Elsa
E. Guðjónsson sá um veftasafnið og vann meðal annars að því að
setja upp í gamlan vefstað, og hafði hún um það samstarf við
Mörtu Hoffmann, safnvörð frá Norsk folkemuseum. Þjóðminjavörð-
ur hafði að sjálfsögðu á hendi alla daglega stjórn stofnunarinnar
og annaðist ásamt öðru mest af bréfagerðum hennar. Þess má geta
hér, að þjóðminjavörður fór tvívegis utan á þessu ári. Hið fyrra
sinn til þess að flytja fyrirlestra um íslenzka fornleifafræði við há-
skólana í Aberdeen, London og Oxford í boði þeirra og The British
Council. Stóð sú ferð dagana 22. apríl — 6. maí. Hið síðara sinn
til að taka þátt í hátíðahöldum vegna aldarafmælis Altonaer Museum
í Altona. Hafði safn þetta boðið honum sérstaklega af þessu til-
efni, og stóð ferðin dagana 25. nóv. — 5. des.
Elsa E. Guðjónsson sótti sýningu kirkjulegs miðaldaútsaums í
London síðsumars, en á þessa sýningu lánaði Þjóðminjasafnið forn-
an og merkan hökul frá Skálholti. I sömu ferð sótti Elsa fulltrúa-
þing alþjóðafélagsskapar um rannsóknir á sögulegum veftum
(CIETA) í Lyon í Frakklandi.
Hinn 21. júlí var Skálholtskirkja hin nýja vígð, en undir gólfi
hennar eru geymdar margar sögulegar minjar staðarins. Þjóðminja-
vörður og starfsmenn safnsins lögðu mikla vinnu í að koma þeim
þar fyrir, einkum legsteinum biskupa, og hinn 18. júlí fluttu þeir
steinþró Páls biskups úr safninu og komu henni fyrir á þeim stað,
sem henni var fyrirhugaður í minjasalnum. Enn er eftir að vinna
allmikið í þessum sal, og verður það væntanlega verkefni Þjóðminja-
safnsins.
Á þessu ári var gert við einn merkan safngrip, kirkjufánann
frá Flatey (Þjms. 256) ; gerði það viðgerðastofa Statens historiska
museum í Stokkhólmi, fyrir meðalgöngu frú Anne Marie Franzén,
sem áður hefur fengið sams konar verk unnið fyrir safnið.
Aldarafmæli safnsins.
Á þessu ári átti safnið aldarafmæli, og var þess minnzt með
hátíðahöldum, heimboðum erlendra gesta, útgáfu afmælisrits, minn-
ispenings og frímerkja, afmælissýningu o. fl. Gerð hefur verið sér-
stök skýrsla um þessi hátíðahöld og vísast hér til hennar, og verð-
ur ekki ítarlega frá þeim skýrt hér. Hátíðahöldin þóttu takast vel