Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 140

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 140
142 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS alla aðhlynningu að húsinu og daglegan rekstur þess, auk þess sem hann er bókavörður safnsins og hefur umsjón með manna- myndasafni og hljómplötu- og segulbandasafninu, Þorkell Gríms- son hélt áfram skrásetningu safngripa eins og að undanförnu, Elsa E. Guðjónsson sá um veftasafnið og vann meðal annars að því að setja upp í gamlan vefstað, og hafði hún um það samstarf við Mörtu Hoffmann, safnvörð frá Norsk folkemuseum. Þjóðminjavörð- ur hafði að sjálfsögðu á hendi alla daglega stjórn stofnunarinnar og annaðist ásamt öðru mest af bréfagerðum hennar. Þess má geta hér, að þjóðminjavörður fór tvívegis utan á þessu ári. Hið fyrra sinn til þess að flytja fyrirlestra um íslenzka fornleifafræði við há- skólana í Aberdeen, London og Oxford í boði þeirra og The British Council. Stóð sú ferð dagana 22. apríl — 6. maí. Hið síðara sinn til að taka þátt í hátíðahöldum vegna aldarafmælis Altonaer Museum í Altona. Hafði safn þetta boðið honum sérstaklega af þessu til- efni, og stóð ferðin dagana 25. nóv. — 5. des. Elsa E. Guðjónsson sótti sýningu kirkjulegs miðaldaútsaums í London síðsumars, en á þessa sýningu lánaði Þjóðminjasafnið forn- an og merkan hökul frá Skálholti. I sömu ferð sótti Elsa fulltrúa- þing alþjóðafélagsskapar um rannsóknir á sögulegum veftum (CIETA) í Lyon í Frakklandi. Hinn 21. júlí var Skálholtskirkja hin nýja vígð, en undir gólfi hennar eru geymdar margar sögulegar minjar staðarins. Þjóðminja- vörður og starfsmenn safnsins lögðu mikla vinnu í að koma þeim þar fyrir, einkum legsteinum biskupa, og hinn 18. júlí fluttu þeir steinþró Páls biskups úr safninu og komu henni fyrir á þeim stað, sem henni var fyrirhugaður í minjasalnum. Enn er eftir að vinna allmikið í þessum sal, og verður það væntanlega verkefni Þjóðminja- safnsins. Á þessu ári var gert við einn merkan safngrip, kirkjufánann frá Flatey (Þjms. 256) ; gerði það viðgerðastofa Statens historiska museum í Stokkhólmi, fyrir meðalgöngu frú Anne Marie Franzén, sem áður hefur fengið sams konar verk unnið fyrir safnið. Aldarafmæli safnsins. Á þessu ári átti safnið aldarafmæli, og var þess minnzt með hátíðahöldum, heimboðum erlendra gesta, útgáfu afmælisrits, minn- ispenings og frímerkja, afmælissýningu o. fl. Gerð hefur verið sér- stök skýrsla um þessi hátíðahöld og vísast hér til hennar, og verð- ur ekki ítarlega frá þeim skýrt hér. Hátíðahöldin þóttu takast vel
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.