Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 58
60
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
tíð Eiríks rauða og á öldinni, sem leið. Reynslan af daglegum við-
burðum verður þeim notadrjúgur skóli.
Oddur Ófeigsson frá Reykjum, er heita má samtímamaður Eiríks,
ætlar eitt sinn utan á kaupskipi sínu og siglir norður í Þorgeirs-
fjörð, en þar tekur af byrinn. Skip er þar fyrir og á því austmenn,
er einnig biðu byrjar. Oddi leiðist biðin, lætur róa sér í land og
gengur upp á eitt hátt fjall og sér þaðan, að annað veður er úti
fyrir, en logn á firðinum. — „Oddur biður þá flytja út skipið. Þeir
mæltu kaupmennirnir, að þeim myndi drjúgt verða að róa yfir
hafið. Oddur segir: „Svo hæðilegt, sem yður þykkir, að vér róum,
þá myndi eg það ætla, að hér myndi þér vor bíða“. Þeir taka byr
og sigla til Orkneyja og lögðu eigi fyrr segl; voru þar nökkurar
vikur; fóru aftur síðan með góðum byr, og lágu þar kaupmennirnir,
er þeir komu aftur"1 — Oddur þekkir til staðhátta og kann veður
að lesa.
Önnur dæmi fjölmörg lík þessu er í íslenzkri siglingasögu. — í
hinu kunna útveri á Fjallaskaga í Dýrafirði er Gönguhóll, en þang-
að upp fóru formenn, er þeir vildu sjá veðuráttir á hafinu.2
Eiríkur rauði hefur vafalaust kunnað að lesa veður og fara vel
að sjó og jafnframt margir af þeim mönnum, sem með honum fóru
úr Breiðafirði. En ekki verður veður alltaf séð fyrir, og svo kann
að hafa verið á leið Eiríks til Grænlands. — Ef þannig skyldi hafa
borið til eftir tveggja dægra siglingu, að byr hefði tekið af, var þá
nokkuð annað að gera fyrir landnámsflotann en láta berast fyrir
straumi, þangað til kulaði á nýjan leik og koma því þd innan í,
eins og Breiðfirðingar orða það? Svarið við þessari spurningu er
komið undir því á hvers konar skipum leiðangursmenn Eiríks voru.
Hafi nokkur hluti flotans verið teinæringar eða tólfæringar (farma-
og fiskibátar), áttu áhafnir þeirra í senn kvölina og völina, að
róa í átt til íslands eða halda ferðinni til Grænlands áfram á árum.
Vafalaust hefur Eiríkur sagt samferðamönnum sínum allt, sem
hann vissi, að þeim gæti komið að haldi á ferðalaginu. Hafi hann
haft orð á því, að þá er eftir væri naumur þriðjungur leiðarinnar
til Grænlands byrjaði að gæta straums í suðurstefnu og hann væri
þeim mun stríðari, sem nær drægi landi, er ekki ósennilegt, að ein-
hverjir hafi valið þann kost, að halda á árum í áttina til fyrir-
1 Isl. fornrit VII, bls. 358.
2 Sjómannablaðið Víkingur IX, bls. 46. (Þorbergur Steinsson: Hræðileg nótt
á Skagamölum).