Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 133
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
135
beggja enda er böndunum brugðið saman, svo að þau mynda líkt
og töluna 8. Allir endar bandanna ei’u með þrískiptu blaði og þver-
bandi. Bæði böndin og stafirnir eru með innri útlínum. Á stöfunum
eru nokkur þverbönd. Neðan til á hli'öum lceflisins er sín höfða-
leturslína hvorum megin. Á ferskeyttum reitum, sem myndast við
báða enda línanna, fjórum alls, eru jurtaskreyti, hvert með sínu
móti. — Verkið í betra lagi.
4. Ekkert ártal.
5. Stafirnir ofan á keflinu: HEILLERAL
Höfðaleturslínurnar: lar | heims | um | la
dhliota | vitur | s
þ. e. Heillir allar heims um láð
hljóta vitur s(kaltu?)
6. I safnsk. segir aðeins: Trafakefli. ísland. Próf. dr. Heusler.
1. 27.134:228. Snælda. Halinn úr furu, snúðurinn úr eik(?).
Venjulegt lag. Halinn sívalur. Lengd hans (með krók) 31,8. Þvm.
1.5. Þvermál snúðsins um 7. Þykkt um 3.
2. Halinn er að sjá yngri en snúðurinn, sem er nokkuð slitinn
og sprunginn. Ómáluð.
3. Snúðurinn kúptur og útskurður á. Innst hefur greinilega
verið bandamunstur, sem myndar lykkjur út að brúninni. Milli
lykkjanna blaðaskreyti með þríhyrndri eða bátlaga kílstungu í
hverju smáblaði. — Verkið í betra lagi.
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
6. Safnsk.: Söfnunarferð H. Kuhn, Kiel (137).
Frumsk.: 137. halasnælda; — — — snúðurinn útskorinn;
--------hinn 14.7., frá Norðurfirði.
1. 27.134:233. SnældusnúSur úr birki. Venjulegt lag. Þvm. um
6.5. Þ. 1,9.
2. Nokkuð slitinn og brotið úr brúnum sums staðar. Dökkur,
en líklega ekki bæsaður.
3. Nokkrir grunnt ristir sammiðja hringar neðan á. Munu vera
7 talsins. Efra borðið kúpt og með útskurði. Sammiðja tilhögun. Með
brúnum röð af mjög smáum þríhyrndum skipaskurðarstungum.
Síðan bylgjuteinungur, sem verkar upphleyptur. Stöngullinn 2—3
mm breiður, flatur ofan. Munstrið reglubundið. I hverri bylgju er
uppundin grein og tvískipt blað, að nokkru leyti úrhvelft. Blaðflipi