Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 29
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
31
Odds, frá því hann kemur ungur og efnalaus í verið á Vatnsnesi og
þangað til hann er orðinn stórskipaeigandi, gæti verið sönn í aðal-
atriðum. Að sannleiksgildi stingur hún mjög í stúf við frásögnina
af Þórgnýssonum, sem áttu orðið tólf skip og auð fjár eftir þriggja
ára hernað.1 Sameiginlegt er báðum þessum frásögnum og öðrum
svipuðum í íslendingasögum, að þær hafa átt sinn þátt í að stuðla að
þeirri almennu skoðun, að kaupskipaeign landsmanna hafi verið
mjög mikil á söguöld, jafnvel svo mikil, að ekki hafi orðið neinn
bagi að, þótt 25 kaupskip hyrfu úr flotanum fyrirvaralaust. — Legið
hefur í landi hjá Islendingum tilhneiging til þess að vilja heldur
hafa það fyrir satt, sem öfgakennt er í sögunum, ef ljómi fornald-
arfrægðar yrði með þeim hætti meiri. Hins vegar hefur minna
verið hirt um að hampa hversdagslegum hlutum og raunverukennd-
um atburðum í því skyni að draga af þeim skýringarályktanir.
Knörrinn hafði í senn kosti og galla sem farmskip. Hann varðist
sjó betur en önnur stórskip þeirrar tíðar, en í andviðri eða byrleysu
varð ekkert komizt á honum, því að slíku skipi varð ekki róið lang-
ar leiðir. Islendingasögur varðveita margar athyglisverðar upplýs-
ingar um ferðir manna á knörrum, og af þeim má ráða, að oft hef-
ur verið miklum erfiðleikum bundið að komast á þessum fleytum
yfir úthaf, þótt um hásumar væri, enda ekki hugsað til þess á öðrum
tímum árs.
Stundum voru kaupskipin að hrekjast um hafið mikinn hluta
sumars og lentu að lokum á allt öðrum stöðum en ráðgert hafði
verið, hvort heldur þau voru á leið til Islands eða Noregs. Gísli
Súrsson var t. d. hvort árið eftir annað tvo mánuði að komast milli
Noregs og Islands.2 Þegar Ólafur pá hélt heimleiðis fyrsta sinni
frá Noregi, fékk hann miklar þokur, en litla vinda og óhagstæða,
svo að hann hrakti víða um hafið og lenti loks á Irlandi.3 Eitt
sinn lagði skip frá Blönduósi áleiðis til Noregs, en eftir að hafa
verið ellefu dægur að hrekjast fram og aftur fyrir Norðurlandi,
strandaði það á Siglunesi.4 Fjölmörg svipuð dæmi mætti nefna, en
allir eiga hrakningar þessir og hafvillur sér stað um hásumarið.
Líklega greina íslendingasögur ekki nema frá litlu broti af skipa-
tjóni í ferðum milli Islands og Noregs á landnáms- og söguöld.
1 Isl. fornrit IX, bls. 134.
2 Sama VI, bls. 14 og 27.
3 Sama V, bls. 53—55.
4 Sama III, bls. 318.