Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 29
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN 31 Odds, frá því hann kemur ungur og efnalaus í verið á Vatnsnesi og þangað til hann er orðinn stórskipaeigandi, gæti verið sönn í aðal- atriðum. Að sannleiksgildi stingur hún mjög í stúf við frásögnina af Þórgnýssonum, sem áttu orðið tólf skip og auð fjár eftir þriggja ára hernað.1 Sameiginlegt er báðum þessum frásögnum og öðrum svipuðum í íslendingasögum, að þær hafa átt sinn þátt í að stuðla að þeirri almennu skoðun, að kaupskipaeign landsmanna hafi verið mjög mikil á söguöld, jafnvel svo mikil, að ekki hafi orðið neinn bagi að, þótt 25 kaupskip hyrfu úr flotanum fyrirvaralaust. — Legið hefur í landi hjá Islendingum tilhneiging til þess að vilja heldur hafa það fyrir satt, sem öfgakennt er í sögunum, ef ljómi fornald- arfrægðar yrði með þeim hætti meiri. Hins vegar hefur minna verið hirt um að hampa hversdagslegum hlutum og raunverukennd- um atburðum í því skyni að draga af þeim skýringarályktanir. Knörrinn hafði í senn kosti og galla sem farmskip. Hann varðist sjó betur en önnur stórskip þeirrar tíðar, en í andviðri eða byrleysu varð ekkert komizt á honum, því að slíku skipi varð ekki róið lang- ar leiðir. Islendingasögur varðveita margar athyglisverðar upplýs- ingar um ferðir manna á knörrum, og af þeim má ráða, að oft hef- ur verið miklum erfiðleikum bundið að komast á þessum fleytum yfir úthaf, þótt um hásumar væri, enda ekki hugsað til þess á öðrum tímum árs. Stundum voru kaupskipin að hrekjast um hafið mikinn hluta sumars og lentu að lokum á allt öðrum stöðum en ráðgert hafði verið, hvort heldur þau voru á leið til Islands eða Noregs. Gísli Súrsson var t. d. hvort árið eftir annað tvo mánuði að komast milli Noregs og Islands.2 Þegar Ólafur pá hélt heimleiðis fyrsta sinni frá Noregi, fékk hann miklar þokur, en litla vinda og óhagstæða, svo að hann hrakti víða um hafið og lenti loks á Irlandi.3 Eitt sinn lagði skip frá Blönduósi áleiðis til Noregs, en eftir að hafa verið ellefu dægur að hrekjast fram og aftur fyrir Norðurlandi, strandaði það á Siglunesi.4 Fjölmörg svipuð dæmi mætti nefna, en allir eiga hrakningar þessir og hafvillur sér stað um hásumarið. Líklega greina íslendingasögur ekki nema frá litlu broti af skipa- tjóni í ferðum milli Islands og Noregs á landnáms- og söguöld. 1 Isl. fornrit IX, bls. 134. 2 Sama VI, bls. 14 og 27. 3 Sama V, bls. 53—55. 4 Sama III, bls. 318.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.