Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 81
UM SKINNSAUM
83
13. mynd. BLúndumunstur úr ítalskri sjónabók: Sessa, Le pompe (Libro secondo;
Venetia: 1560). Myndin er úr Arthur Lotz, Bibliographie der Modelbiichers (Leipzig:
1933), 73. myndasíða, 142. mynd.
554 a,b. Fyrra munstrið er af gerð, sem mjög var í tízku í Evrópu
á sextándu öld, ekki hvað sízt við skreytingar á fatnaði og hvers kyns
hýbýlatextílum. Birtust slík munstur í samtíða sjónabókum (11.
mynd). Á íslenzkum munum koma þessi munstur einkum fyrir í
tréskurði (12. mynd).52
Munstrið á borðunum nr. 554 a,b er blúndumunstur fyrst og
fremst, og sjást munstur náskyld því á gömlum íslenzkum ullar-
kniplingum í Þjóðminjasafni,53 svo og á útlendum vírkniplingum
á sautjándu og átjándu aldar höklum á sama stað. Eru þetta fyrst
og fremst sautjándu aldar munstur, þótt raunar eigi þau eldri rætur
(13. mynd), en hér á landi munu þau fremur hafa tíðkazt á átjándu
öld. Munstur af líkri gerð voru einnig höfð til hliðsjónar við út-
saum.54
VI. Lokaorð.
Hér að framan hefur verið reynt að skýra frá skinnsaumi, lýsa
honum í heild jafnframt einstökum þáttum hans og greina frá heim-
ildum um hann og hliðstæðum við hann, þeim sem tekizt hefur að
finna.
Öruggar heimildir um skinnsaum eru ekki til eldri en frá þriðja
fjórðungi átjándu aldar. Heimildarmaður Sigurðar Guðmundssonar
taldi, að skinnsaumsborðar væru eldri gerð af hempuborðum en flos-
borðar. Ekki styðja aðrar heimildir, að svo sé, en þær eru svo fáar, að
varlega ber að treysta þeim. Hins vegar má vel vera, að skinnsaums-
leggingar hafi verið miklum mun fágætari en flosborðar; til þess
benda bæði heimildir og fjöldi varðveittra borða.
Hvernig skinnsaumur er til orðinn hér á landi, er ekki vitað.
Sennilegt er, að einhver hugvitssöm kona, sem haft hefur kynni af