Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 68
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. mynd. Skinnsaumaðir hempuborðar: tveir samstœöir (Þjms. 55Jf a,b), þriöji
stakur (Þjms. J/211) og hluti af þeim fjóröa (Þjms. 1005). Ljósm.: Gísli Gestsson.
band, að mestu kögrað, umlykur rósabekk úr kríluðu bandi, sem
sums staðar er varpað saman, en víðast hvar haldið í skorðum með
kappmelluðum grunnum og böndum. Kappmelluð bönd tengja enn-
fremur rósabekkinn við umgerðina (2. mynd).
Fótofnu kögurböndin eru gerð úr átta uppistöðuþráðum. Þau eru
um 0,5 sm á breidd að viðbættu 1,2 sm breiðu kögri, þar sem það
er óslitið. Tvenns konar kögurbönd eru á hvorum borða. Á beinu
hliðunum eru um 103 sm löng bönd með samfelldu kögri, en á hinum
hliðunum eru um 122,5 sm löng bönd með kögri á bogunum, en kög-
urlaus á milli. Er hver kögurbogi um 7 sm á lengd, en kögurlausa
bilið á milli um 2,3 sm.
Böndin í rósabekknum eru kríluð á fimm þáttum, sem kallað er,
en tveir þræðir eru í hverjum þætti. Þau eru aðeins tvö, sitt í hvor-
urn borða, 0,3—0,4 sm á breidd og um 550 sm á lengd hvort um sig.
Smáböndin, sem halda rósabekknum saman og tengja hann við um-
gerðina, eru hins vegar kappmelluð með tunguspori yfir tvo þræði.
Grunnarnir í rósabekknum eru kappmellaðir með hnappagataspori.
Liggja sporin þversum í borðunum, og er nokkurt bil milli spora,
þannig að grunnarnir verða opnir.
Þjms. 1005.
Bútur þessi af hempuborða, nr. 1005, var gefinn Þjóðminjasafn-
inu 8. október 1874 af Bjarghildi Guðmundsdóttur á Arnarhóli4 í