Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 25
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN 27 inn, hafi átt þennan skipastól eða þeir hafi verið svo efnum búnir að geta keypt hann? Enn mætti spyrja, hvort knörrinn hafi verið öðrum skipum hentugri til þess að fara á honum um íshafsslóðir, eins og sumir sagnfræðingar hafa látið sér koma til hugar?1 Víkinga- og farmennskuöldin er að baki, þegar Islendingasögur eru skráðar, sá tími er orðinn minning í mynd sagna, sem sumar eru sennilegar í megindráttum, en aðrar skáldsögur að mestu eða öllu leyti. Hnignunarmerki í þjóðlífi Islendinga hafa vafalaust ekki farið fram hjá skrásetjurum sagnanna, sem jafnframt hafa ef til vill verið höfundar þeirra að einhverju leyti. — Samanburður á blómaskeiði farmennskutímabilsins og afturfaraeinkennum á rit- öld hefði getað ýtt undir skrásetjarana að skerpa andstæðurnar, þótt þeir hafi jafnvel haft hugboð um, að afreksverk landnáms- og sögualdarmanna hafi verið ýkt, meðan sagnir af þeim voru ein- ungis í munnlegri geymd. Margt gat stuðlað að þeirri skoðun, að landsmönnum væri nauðsynlegt að hafa ótvíræðar spurnir af frama og frægð forfeðranna, ekki síður þá en á endurreisnaröld. Ávangur, hinn írski, bóndi í Botni í Hvalfirði, smíðaði sér haffært skip að sögn Landnámu. Skipsviðinn sótti hann í skóginn í Botns- dal. Þórðarbók bætir þessu við: ,,Og hlóð þar, sem nú heitir Hlað- hamar“. Þykir ekki bragð að þessari sögu nema hún minni á Orm- inn langa, en hann var smíðaður undir Hlaðhömrum, eða er sagan um skip Ávangs til orðin vegna örnefnisins? Örnefnasaga í sambandi við smíði skips er úr Svarfaðardal, en þó er ekki öldungis víst, að nafnið Eikibrekka sé að öllu leyti kveikj- an að sögunni. Höfundur Svarfdæla sögu greinir frá því, að haf- fært skip hafi verið smíðað í dalnum. Skip þetta heitir Islendingur, og er nafninu sennilega ætlað táknrænt gildi. — Þorsteinn Hallsson prestur á Hrafnagili og Þorsteinn Eyjólfsson á Urðum í Svarfaðar- dal, er lengi var lögmaður, fóru á kaupskipi sínu til Noregs 1362, en skip þetta höfðu Norðlendingar smíðað.2 Vel mætti höfundur Svarfdælu hafa haft þetta skip í huga, þegar hann samdi söguna, og ef til vill einnig ferð þeirra nafna. En svo fágætt sem það er orðið um þetta leyti, að íslendingar eigi haffær skip, hvað þá heldur að þeir smíði slík skip, finnst höfundi ekki nema sjálfsagt, að kjölur íslendings sé úr eik, sem vaxið hefur í Eikibrekku í Svarfaðardal.3 1 Jón Jóhannesson: Islendinga saga I, bls. 117. 2 Gottskálksannáll, sjá Isl. Annaler indtil 1578, bls. 360. 3 Isl. fornrit IX, bls. 156.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.