Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Qupperneq 25
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
27
inn, hafi átt þennan skipastól eða þeir hafi verið svo efnum búnir að
geta keypt hann? Enn mætti spyrja, hvort knörrinn hafi verið öðrum
skipum hentugri til þess að fara á honum um íshafsslóðir, eins og
sumir sagnfræðingar hafa látið sér koma til hugar?1
Víkinga- og farmennskuöldin er að baki, þegar Islendingasögur
eru skráðar, sá tími er orðinn minning í mynd sagna, sem sumar
eru sennilegar í megindráttum, en aðrar skáldsögur að mestu eða
öllu leyti. Hnignunarmerki í þjóðlífi Islendinga hafa vafalaust ekki
farið fram hjá skrásetjurum sagnanna, sem jafnframt hafa ef til
vill verið höfundar þeirra að einhverju leyti. — Samanburður á
blómaskeiði farmennskutímabilsins og afturfaraeinkennum á rit-
öld hefði getað ýtt undir skrásetjarana að skerpa andstæðurnar, þótt
þeir hafi jafnvel haft hugboð um, að afreksverk landnáms- og
sögualdarmanna hafi verið ýkt, meðan sagnir af þeim voru ein-
ungis í munnlegri geymd. Margt gat stuðlað að þeirri skoðun, að
landsmönnum væri nauðsynlegt að hafa ótvíræðar spurnir af frama
og frægð forfeðranna, ekki síður þá en á endurreisnaröld.
Ávangur, hinn írski, bóndi í Botni í Hvalfirði, smíðaði sér haffært
skip að sögn Landnámu. Skipsviðinn sótti hann í skóginn í Botns-
dal. Þórðarbók bætir þessu við: ,,Og hlóð þar, sem nú heitir Hlað-
hamar“. Þykir ekki bragð að þessari sögu nema hún minni á Orm-
inn langa, en hann var smíðaður undir Hlaðhömrum, eða er sagan
um skip Ávangs til orðin vegna örnefnisins?
Örnefnasaga í sambandi við smíði skips er úr Svarfaðardal, en
þó er ekki öldungis víst, að nafnið Eikibrekka sé að öllu leyti kveikj-
an að sögunni. Höfundur Svarfdæla sögu greinir frá því, að haf-
fært skip hafi verið smíðað í dalnum. Skip þetta heitir Islendingur,
og er nafninu sennilega ætlað táknrænt gildi. — Þorsteinn Hallsson
prestur á Hrafnagili og Þorsteinn Eyjólfsson á Urðum í Svarfaðar-
dal, er lengi var lögmaður, fóru á kaupskipi sínu til Noregs 1362,
en skip þetta höfðu Norðlendingar smíðað.2 Vel mætti höfundur
Svarfdælu hafa haft þetta skip í huga, þegar hann samdi söguna, og
ef til vill einnig ferð þeirra nafna. En svo fágætt sem það er orðið
um þetta leyti, að íslendingar eigi haffær skip, hvað þá heldur að
þeir smíði slík skip, finnst höfundi ekki nema sjálfsagt, að kjölur
íslendings sé úr eik, sem vaxið hefur í Eikibrekku í Svarfaðardal.3
1 Jón Jóhannesson: Islendinga saga I, bls. 117.
2 Gottskálksannáll, sjá Isl. Annaler indtil 1578, bls. 360.
3 Isl. fornrit IX, bls. 156.