Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 102

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 102
104 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hjá Sigurði, og ber naumast annað á milli en það, að Voionmaa taldi, að aðalhús Sigurðar væri í rauninni tvö hús (með nokkuð vafasömum rétti, að ég hygg, enda skiptir það ekki miklu máli, þótt húsinu kunni að hafa verið skipt í tvennt með þvervegg, þar sem Voionmaa sýnir hann) og svo hinu, að útidyr reyndust vera á útbyggingunni til hliðar, enda er það mjög eðlilegt. Matthías Þórðarson skoðaði tóftirnar nýuppgrafnar og taldi eins og Sigurður Vigfússon, að þær væru hofrústir.4 Á sama máli er Guð- mundur Hannesson.5 Voionmaa neitar því aftur á móti afdráttar- laust í skýrslu sinni. Hins vegar hallast hann að því, að þetta séu bæjarrústir, og kemur þó í ljós, að hann var ekki ánægður með allt sem hann sá, né heldur það sem hann fann ekki. En hann kom ekki auga á annað líklegra, og Roussell segir í Forntida gárdar (bls. 221, sjá einnig bls. 203) að hér sé „en bolig af Þjórsárdalur- typen, ganske vist med den lidt usædvanlige variation, at hoved- indgangen er gennem en bræddevæg i husets ene ende“. Maður spyr sjálfan sig, hvort augu Roussells hefðu ekki opnazt, ef hann hefði sjálfur verið á staðnum og horft á tóftirnar, svo þrautkunnugur sem hann er grænlenzkum miðaldahúsum og nýkominn frá að grafa upp fjósið í Stöng, þegar hann skrifaði þessi orð. Því að tóftirnar á Lundi eru fjós og hlaóu og lítil útbygging — og ekkert annað. Þetta er nógu augljóst á prýðilegum uppdrætti Voionmaas og rannsóknar- skýrslu, en að koma á staðinn og sjá staðsetningu húsanna og verksummerkin öll tekur gjörsamlega af öll tvímæli. Skal nú bent á nokkur meginatriði til þess að finna þessari fullyrðingu stað. Lítum fyrst á staðsetninguna. Fast að húsabaki á Lundi rís há og brött brekka, en síðan myndast langur hjalli með allmiklu slétt- lendi upp að fjallshlíðunum. Tóftirnar eru á hjallabrúninni beint upp undan gamla bæjarstæðinu og gamla kirkjugarðinum, sem enn mótar fyrir. Tóftirnar snúa þvert á brekkubrúnina og standa svo tæpt á henni, að fremra húsið nær í rauninni fram af og nokkuð niður í brekkuna, en við það myndast allmikill halli fram eftir gólfi hússins, eins og berlega sést á uppdrætti Voionmaas. Þetta er sýni- lega gert í ákveðnum tilgangi. En þó að því sé sleppt í bili, má hverjum manni vera augljóst, að óhugsandi væri, að bæjarhús væru staðsett eins og þessi, fremst á snarbrattri brekkubrún og þvert á hana. Svo undarleg staðsetning bæjarhúsa er áreiðanlega ekki til á Islandi, enda mælir heilbrigð skynsemi með því, að bærinn á Lundi 4 MorgunblaÖið 4. nóv. 1939. 5 Iðnsaga Islands, Rcykjavík 1943, I, bls. 42—43.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.