Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Side 102
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hjá Sigurði, og ber naumast annað á milli en það, að Voionmaa
taldi, að aðalhús Sigurðar væri í rauninni tvö hús (með nokkuð
vafasömum rétti, að ég hygg, enda skiptir það ekki miklu máli,
þótt húsinu kunni að hafa verið skipt í tvennt með þvervegg, þar
sem Voionmaa sýnir hann) og svo hinu, að útidyr reyndust vera
á útbyggingunni til hliðar, enda er það mjög eðlilegt.
Matthías Þórðarson skoðaði tóftirnar nýuppgrafnar og taldi eins
og Sigurður Vigfússon, að þær væru hofrústir.4 Á sama máli er Guð-
mundur Hannesson.5 Voionmaa neitar því aftur á móti afdráttar-
laust í skýrslu sinni. Hins vegar hallast hann að því, að þetta séu
bæjarrústir, og kemur þó í ljós, að hann var ekki ánægður með
allt sem hann sá, né heldur það sem hann fann ekki. En hann
kom ekki auga á annað líklegra, og Roussell segir í Forntida gárdar
(bls. 221, sjá einnig bls. 203) að hér sé „en bolig af Þjórsárdalur-
typen, ganske vist med den lidt usædvanlige variation, at hoved-
indgangen er gennem en bræddevæg i husets ene ende“. Maður spyr
sjálfan sig, hvort augu Roussells hefðu ekki opnazt, ef hann hefði
sjálfur verið á staðnum og horft á tóftirnar, svo þrautkunnugur
sem hann er grænlenzkum miðaldahúsum og nýkominn frá að grafa
upp fjósið í Stöng, þegar hann skrifaði þessi orð. Því að tóftirnar
á Lundi eru fjós og hlaóu og lítil útbygging — og ekkert annað. Þetta
er nógu augljóst á prýðilegum uppdrætti Voionmaas og rannsóknar-
skýrslu, en að koma á staðinn og sjá staðsetningu húsanna og
verksummerkin öll tekur gjörsamlega af öll tvímæli. Skal nú bent
á nokkur meginatriði til þess að finna þessari fullyrðingu stað.
Lítum fyrst á staðsetninguna. Fast að húsabaki á Lundi rís há
og brött brekka, en síðan myndast langur hjalli með allmiklu slétt-
lendi upp að fjallshlíðunum. Tóftirnar eru á hjallabrúninni beint
upp undan gamla bæjarstæðinu og gamla kirkjugarðinum, sem enn
mótar fyrir. Tóftirnar snúa þvert á brekkubrúnina og standa svo
tæpt á henni, að fremra húsið nær í rauninni fram af og nokkuð
niður í brekkuna, en við það myndast allmikill halli fram eftir gólfi
hússins, eins og berlega sést á uppdrætti Voionmaas. Þetta er sýni-
lega gert í ákveðnum tilgangi. En þó að því sé sleppt í bili, má
hverjum manni vera augljóst, að óhugsandi væri, að bæjarhús væru
staðsett eins og þessi, fremst á snarbrattri brekkubrún og þvert á
hana. Svo undarleg staðsetning bæjarhúsa er áreiðanlega ekki til á
Islandi, enda mælir heilbrigð skynsemi með því, að bærinn á Lundi
4 MorgunblaÖið 4. nóv. 1939.
5 Iðnsaga Islands, Rcykjavík 1943, I, bls. 42—43.