Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 36
38 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þar sem rök hníga helzt að því, að í Grænlandsflotanum 986 hafi ekki verið nema fá haffær skip — knerrir — vaknar sú spurn- ing, hvort íslendingar hafi á söguöld átt svo stóra fiski- og farma- báta, að þeir hafi verið nothæfir til þess að fara á þeim til Græn- lands. Til þess að svara þeirri spurningu, verður að kanna, hvaða vitneskju íslenzk fornrit varðveita um þess konar bátakost og notkun hans og jafnframt að huga að dæmum úr íslenzkri sögu seinni alda til vísbendingar og hliðsjónar. VII. Hlutverk bátsins var þegar á landnáms- og söguöld miklu meira og mikilvægara í Breiðafirði og á Vestfjörðum en víðast hvar ann- ars staðar á landinu. Hið mikla eyjagagn í Breiðafirði varð ekki nytjað án báta. Iieimræði var algengt um allt Vesturland, en þar voru einnig stór útver, t. d. á Breiðafjarðareyjum (Bjarneyjar og Höskuldsey), á Snæfellsnesi, við Isafjarðardjúp og víðar. Stóra báta þurfti til þess að róa í útverum og enn stærri báta til þess að flytja skreiðina þaðan og heim. Skreiðin virðist þegar á söguöld orðinn mikilvæg í mataræði landsmanna,1 og útverin á Snæfells- nesi og í Breiðafirði eru forðabúr, sem sótt er í, ekki einungis úr nálægum sveitum, heldur jafnframt úr fjarlægum sýslum.2 Fisk- veiðarnar benda því til mikillar bátaeignar og þá ekki síður flutn- ingar á sjó, oft langa vegu, þar sem víða voru miklir straumar og óhreinar leiðir. En skreið var ætíð varhugaverður farmur og til flutninga á henni dugðu ekki smáfleytur. Enn er þess að geta, að báturinn var almennara samgöngutæki í Breiðafirði og á Vestfjörð- um en annars staðar á landinu. Um öll þessi atriði eru næg dæmi í vestlenzku sögunum. Aldrei er þess getið í íslendingasögum, að bátaviður hafi verið sóttur til Noregs, enda var víða mikill rekaviður við strendur Is- lands, og hann var vel nothæfur í báta og skip. Skallagrímur Kveld- úlfsson kemur fljótt auga á gildi rekaítakanna fyrir Mýrum og 1 Skreiðareign Þórodds á Fróðá er skýrt dæmi um það, en þar voru „þrir tigir hjóna", er prófessor Ólafur Lárusson telur „meðalheimili i betra lagi“. (Isl. fornrit IV, bls. 147 og 150; Byggð og saga, Rvík 1944, bls. 10). 2 Atli á Bjargi, bróðir Grettis, fer í skreiðarferð úr Miðfirði undir Jökul og flytur á 7 hestum. (Isl. fornrit VII, bls. 139).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.