Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Síða 36
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þar sem rök hníga helzt að því, að í Grænlandsflotanum 986
hafi ekki verið nema fá haffær skip — knerrir — vaknar sú spurn-
ing, hvort íslendingar hafi á söguöld átt svo stóra fiski- og farma-
báta, að þeir hafi verið nothæfir til þess að fara á þeim til Græn-
lands. Til þess að svara þeirri spurningu, verður að kanna, hvaða
vitneskju íslenzk fornrit varðveita um þess konar bátakost og
notkun hans og jafnframt að huga að dæmum úr íslenzkri sögu
seinni alda til vísbendingar og hliðsjónar.
VII.
Hlutverk bátsins var þegar á landnáms- og söguöld miklu meira
og mikilvægara í Breiðafirði og á Vestfjörðum en víðast hvar ann-
ars staðar á landinu. Hið mikla eyjagagn í Breiðafirði varð ekki
nytjað án báta. Iieimræði var algengt um allt Vesturland, en þar
voru einnig stór útver, t. d. á Breiðafjarðareyjum (Bjarneyjar og
Höskuldsey), á Snæfellsnesi, við Isafjarðardjúp og víðar. Stóra
báta þurfti til þess að róa í útverum og enn stærri báta til þess að
flytja skreiðina þaðan og heim. Skreiðin virðist þegar á söguöld
orðinn mikilvæg í mataræði landsmanna,1 og útverin á Snæfells-
nesi og í Breiðafirði eru forðabúr, sem sótt er í, ekki einungis úr
nálægum sveitum, heldur jafnframt úr fjarlægum sýslum.2 Fisk-
veiðarnar benda því til mikillar bátaeignar og þá ekki síður flutn-
ingar á sjó, oft langa vegu, þar sem víða voru miklir straumar og
óhreinar leiðir. En skreið var ætíð varhugaverður farmur og til
flutninga á henni dugðu ekki smáfleytur. Enn er þess að geta, að
báturinn var almennara samgöngutæki í Breiðafirði og á Vestfjörð-
um en annars staðar á landinu. Um öll þessi atriði eru næg dæmi
í vestlenzku sögunum.
Aldrei er þess getið í íslendingasögum, að bátaviður hafi verið
sóttur til Noregs, enda var víða mikill rekaviður við strendur Is-
lands, og hann var vel nothæfur í báta og skip. Skallagrímur Kveld-
úlfsson kemur fljótt auga á gildi rekaítakanna fyrir Mýrum og
1 Skreiðareign Þórodds á Fróðá er skýrt dæmi um það, en þar voru „þrir tigir
hjóna", er prófessor Ólafur Lárusson telur „meðalheimili i betra lagi“. (Isl.
fornrit IV, bls. 147 og 150; Byggð og saga, Rvík 1944, bls. 10).
2 Atli á Bjargi, bróðir Grettis, fer í skreiðarferð úr Miðfirði undir Jökul og
flytur á 7 hestum. (Isl. fornrit VII, bls. 139).