Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 139
SKYRSLA UM ÞJÖÐMINJASAFNIÐ 1963
Starfsliö.
Fastir starfsmenn Þjóðminjasafnsins voru á þessu ári hinir sömu
og í fyrra eða eins og hér segir:
Kristján Eldjárn þjóðminjavörður,
Gísli Gestsson safnvörður,
Halldór J. Jónsson safnvörður,
Þorkell Grímsson safnvörður,
Karla Kristjánsdóttir bókari.
Enn fremur var frú Elsa E. Guðjónsson M. A. ráðin til hálfs
safnvarðarstarfs, og vinnur hún sem veftasérfræðingur stofnun-
arinnar. Lausamenn við safnið voru eins og í fyrra Þór Magnússon
fil. kand., sem vann ýmis safnstörf, en þó einkum við uppgrefti,
og Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi, sem gerði við safnhluti og
vann ýmislegt sem smiður til gagns og þrifa. Var hvor þeirra í
safninu um fjögurra mánaða skeið. Þá styrkti safnið Friðrik Steins-
son nokkuð til þess að fara um Austfirði og kynna sér, hvað til væri
af merkilegum sjóminjum, og útvega safninu þær eftir því sem
ástæður leyfðu. Bar það góðan árangur, eins og fram kemur hér
á eftir í þætti um safnauka. Ari Gíslason safnaði örnefnum, og Þórð-
ur Tómasson vann að þjóðháttaskráningu, eins og einnig kemur
fram hér á eftir.
Almenn safnstörf.
Mest af tíma safnmannanna fór í ýmis dagleg almenn safnstörf,
sem ekki er hægt að rekja nema í mjög stórum dráttum. Gísli Gests-
son hafði á hendi sýningarstjórn og tók allar ljósmyndir og annað-
ist fyrirgreiðslu í sambandi við þær, Halldór J. Jónsson sá um