Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 110
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
RÚMFJALIR
1. 27.13U:hl. Rúmfjöl úr furu, vottar fyrir tungum á báðum
endum. L. 135,8. Br. 14,7. Þ. 1,4.
2. Dálítið sprungin. Ómáluð.
3. Útskurður á framhlið. Höfðaleturslínur með báðum brúnum.
Á milli þeirra mjög einfalt upphleypt skreyti, um 2 mm hátt. Báðir
jaðrar skreytisins ganga í bylgjum, svo að fram kemur líkt og röð
af kringlum með mjórri „hálsum“ á milli. I tveimur yztu kringlun-
um, til beggja enda, stendur ártal. — Gróf vinna.
4. 1902.
5. suæfillinnminnogsænginmin / sieönnurmiukahöndinnþin / enn
adrabreidþuofanámig / ermirsuouærdinnrosamlig / hms
6. Safnsk.: Söfnunarferð Hans Kuhn, Kiel (331).
Frumsk.: 331. rúmfjöl, — — — hinn 12. 9., frá Þorláki
Hjálmari Markússyni, Brandsstöðum, Reykhólasveit.
7. Frumsk.:--------— fjöl, sem komið var fyrir fremst í rúm-
inu bak við rúmbríkurnar, til þess að menn dyttu ekki fram úr.
Áður voru rúmfjalir mjög algengar, nú eru þær sjaldgæfar; í Þjóð-
minjasafni eru þær mjög margar.-----------fjölina hefur Þorlákur
Magnússon skorið. (Samkvæmt frumsk. eru síðustu stafirnir þrír
upphafsstafir Hjálmars Markússonar.)
1. 27.134:i2. Rúmfjöl úr furu. L. 121,8. Br. 16,7. Þ. 1,1.
2. Sprungin og flísar brotnar úr. Ómáluð.
3. Útskurður á framhlið. Höfðaleturslínur með báðum brúnum.
Milli þeirra á miðri fjöl er krákustígshringur með kílskurðarstung-
um beggja vegna. Innan í hringnum eru 6 höfðaletursstafir í tveim-
ur röðum, en milli þeirra og hringsins eru nokkur hvöss úrhvelfd
blöð, tvö og tvö saman. Efst og neðst svolitlir kringlóttir reitir milli
blaðanna tveggja. Út frá hringnum gengur bylgjuteinungur til
beggja hliða og verkar sem upphleyptur. Skurðurinn allt að 5 mm.
djúpur. Nokkurn veginn samhverft, 4 uppundningar hvorum megin.
Hver uppundningur endar með blaðaskúf. Einn blaðflipanna er
jafnan með reitaröð. Annars eru blöðin allmjög mismunandi, sum
úrhvelfd. Svipaðir blaðaskúfar fylla út í alla kima. Stönglarnir
eru flatir með innri útlínum. Þverbönd þar sem stönglar greinast
og víðar. Stöngulbreidd breytileg, allt að 2,5 sm. — Vel unnið.
4. Með höfðaletri í neðri línu: 1869.