Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 45
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN 47 Fornbréfasafni og naumast í annálum, hlýtur að vera sú, að stóru fiskibátarnir á Vesturlandi voru einnig byrðingar og mjög sjald- gæft var, að bátar þessir færust í byrðingsferðum. Á Sturlungaöld voru ferjur ekki eins algengar í Breiðafirði eða á Vestfjörðum sem á Norðurlandi, og stafar það vafalaust af því, að stóru fiskibátarnir voru einnig farmabátar Vestlendinga. Af fimmtán ferjum, sem greint er frá í Sturlunga sögu, voru aðeins tvær í Breiðafirði og tvær á Vestfjörðum. f Flóabardaga voru 32 skip, og af þeim hefur 20 verið smalað saman í Norðlendingafjórðungi. Söguritarinn veit lítil deili á þess- um skipum, en telur þó fjögur þeirra hafa verið ferjur. Langsenni- legast er, að í flota Kolbeins Tumasonar hafi verið mun fleiri skip af þeirri gerð. — Floti Þórðar kakala var 12 skip og allur af Vest- fjörðum og Ströndum nema eitt skip, sem var úr Breiðafirði. Fjór- ir teinæringar eru nefndir í flota Þórðar, en þeir hafa getað verið fleiri. Allir teinæringar, sem Sturlunga getur um, eru í Breiða- firði eða á Vestfjörðum. Þessi stærð báta virðist því algeng á þess- um slóðum á Sturlungaöld eins og verið hafði í tíð Eiríks rauða. Eini tólfæringurinn, sem sagt er frá í Sturlunga sögu, er á Vesturlandi, en í eign Skálholtsbiskups. Fjórar eru skútur nefndar í Sturlungu, tvær á Norðurlandi og tvær á Vestfjörðum. Ekki eru til heimildir um það, hve stór skip hafi þurft að vera til þess að kallast skútur, en þó eru allar líkur til þess, að tólfæringar hafi stundum verið kallaðir skútur.1 Á Sturlungaöld var teinæringurinn svo stórt og mikið sjóskip, að á hann var engu síður treyst til langferða en skútur. Vér vitum, að farið er á honum fyrir alla Vestfirði og norður á Strandir.2 og einn- ig suður um Látraröst og inn í Breiðafjörð.3 Órækja, sonur Snorra Sturlusonar, safnar eitt sinn miklum flota að sér í Æðey. Hann hefur við orð að fara á öllum þessum skipum fyrir annes vestra, fyrir Breiðafjörð og Snæfellsnes og í Borgarfjörð.4 Þótt ekki yrði af þessari ferð Órækju, sýnir þó áform hans, að hann hefur ekki talið fjarstæðu að fara á skipum sínum þessa leið, en sum þeirra a. m. k. hafa verið teinæringar. 1 „Það stóra skip, tólfæringur, kallað Skúta, forgekk á öskudaginn (6. marz 1633). Hafði lengi fylgt Strönd I Selvogi og verið smíðað upp, hvað eftir annað“. — Á því íórust 16 menn. — Isl. ann. 1400—1800, II, bls. 126. 2 Sturl. II, bls. 50. 3 Sama, bls. 32. 4 Sama II, bls. 391—392.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað: Megintexti (01.01.1964)
https://timarit.is/issue/140026

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein: Gjafarmynd í íslenzku handriti
https://timarit.is/gegnir/991005959379706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Megintexti (01.01.1964)

Aðgerðir: