Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Blaðsíða 54
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
báta í Noregi og á honum sótt til fiskveiða á opið haf, allt að 45
sjómílur undan landi.1
Ekkert er vitað, hvenær íslendingar taka upp á því að hafa báta
sína miklu mjóbyrtari en tíðkaðist í Noregi, að hafa í þeim marg-
falt fleiri bönd og gæta þess, að langt væri milli skara, svo að
þeir yrðu kjarkmiklir, eins og Breiðfirðingar kalla það, eða með
öðrum orðum traust og mikil sjóskip. Engin goðgá er að láta sér
detta í hug, að þessar breytingar séu á orðnar í breiðfirzka bátnum,
áður en Eiríkur fer til Grænlands og báturinn sé þá að öðru leyti
búinn að fá það lag, sem sjómennskureynslan við ísland hafði kennt
vestlenzku landnemunum og niðjum þeirra að væri heppilegt.
Breiðfirzki báturinn var ekki skarpur í botninn, því að 5—6
neðstu umförin mynduðu botnlagið. Bil milli banda var sjaldnast
meira en 10% þumlungur, en oftast 9—10 þumlungar. Breidd
hans í hlutfalli við lengd var oftast meiri en á öðrum íslenzkum
eða norskum bátum, og ætíð mest um hálsþóftu. Stefni var jafnan
hringlotað, en ekki trjónumyndað. Framstefnið var haft atlíðandi
uppundir hnýfilkrappa, en eftir það var það oft haft sem næst
lóðrétt eftir legu kjöls. Að framan var báturinn brjóstamikill, svo
að hann bar af sér sjóinn, en jós honum ekki upp á sig eða gekk
undir hann. Um bitaþóftu hafði báturinn mikinn mótstöðumátt
og lyftikraft, sem var mjög nauðsynlegt, þegar bára var hálsuð.
Lengd siglu var tvöföld mesta breidd skipsins og dýpt þess í við-
bót + breidd kjalar, en siglulengdin réði mestu um stærð seglsins,
er var þversegl.
Öll þau einkenni breiðfirzka bátsins, sem hér hafa verið nefnd,
stuðluðu að því, að hann var afburðagott sjóskip, vel lagaður fyrir
farm, en jafnframt tiltölulega léttur í róðri og afbragðs siglinga-
bátur í hliðarvindi og undanhaldi.
Þegar ég ræði hér um breiðfirzka bátinn, má ekki skilja orð mín
svo, að þeir hafi allir verið nákvæmlega eins, öllu heldur mætti
segja, að engir tveir hafi verið eins, því að fram undir síðustu
aldamót og jafnvel lengur voru þeir allir smíðaðir eftir auganu.
En þrátt fyrir það voru höfuðeinkennin hin sömu. Og þótt ég kenni
þennan bát við Breiðafjörð, má ekki heldur skilja orð mín á þá
leið, að bátar af þessari gerð hafi hvergi verið annars staðar en í
Breiðafirði. Þess hefur áður verið getið, að þeir voru suður á
1 Geografiske annaler 1939, bls. 149.