Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Qupperneq 45
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN
47
Fornbréfasafni og naumast í annálum, hlýtur að vera sú, að stóru
fiskibátarnir á Vesturlandi voru einnig byrðingar og mjög sjald-
gæft var, að bátar þessir færust í byrðingsferðum.
Á Sturlungaöld voru ferjur ekki eins algengar í Breiðafirði eða á
Vestfjörðum sem á Norðurlandi, og stafar það vafalaust af því, að
stóru fiskibátarnir voru einnig farmabátar Vestlendinga. Af fimmtán
ferjum, sem greint er frá í Sturlunga sögu, voru aðeins tvær í
Breiðafirði og tvær á Vestfjörðum.
f Flóabardaga voru 32 skip, og af þeim hefur 20 verið smalað
saman í Norðlendingafjórðungi. Söguritarinn veit lítil deili á þess-
um skipum, en telur þó fjögur þeirra hafa verið ferjur. Langsenni-
legast er, að í flota Kolbeins Tumasonar hafi verið mun fleiri skip
af þeirri gerð. — Floti Þórðar kakala var 12 skip og allur af Vest-
fjörðum og Ströndum nema eitt skip, sem var úr Breiðafirði. Fjór-
ir teinæringar eru nefndir í flota Þórðar, en þeir hafa getað verið
fleiri. Allir teinæringar, sem Sturlunga getur um, eru í Breiða-
firði eða á Vestfjörðum. Þessi stærð báta virðist því algeng á þess-
um slóðum á Sturlungaöld eins og verið hafði í tíð Eiríks rauða. Eini
tólfæringurinn, sem sagt er frá í Sturlunga sögu, er á Vesturlandi,
en í eign Skálholtsbiskups.
Fjórar eru skútur nefndar í Sturlungu, tvær á Norðurlandi og
tvær á Vestfjörðum. Ekki eru til heimildir um það, hve stór skip
hafi þurft að vera til þess að kallast skútur, en þó eru allar líkur
til þess, að tólfæringar hafi stundum verið kallaðir skútur.1
Á Sturlungaöld var teinæringurinn svo stórt og mikið sjóskip, að
á hann var engu síður treyst til langferða en skútur. Vér vitum, að
farið er á honum fyrir alla Vestfirði og norður á Strandir.2 og einn-
ig suður um Látraröst og inn í Breiðafjörð.3 Órækja, sonur Snorra
Sturlusonar, safnar eitt sinn miklum flota að sér í Æðey. Hann
hefur við orð að fara á öllum þessum skipum fyrir annes vestra,
fyrir Breiðafjörð og Snæfellsnes og í Borgarfjörð.4 Þótt ekki yrði
af þessari ferð Órækju, sýnir þó áform hans, að hann hefur ekki
talið fjarstæðu að fara á skipum sínum þessa leið, en sum þeirra a.
m. k. hafa verið teinæringar.
1 „Það stóra skip, tólfæringur, kallað Skúta, forgekk á öskudaginn (6. marz 1633).
Hafði lengi fylgt Strönd I Selvogi og verið smíðað upp, hvað eftir annað“. — Á
því íórust 16 menn. — Isl. ann. 1400—1800, II, bls. 126.
2 Sturl. II, bls. 50.
3 Sama, bls. 32.
4 Sama II, bls. 391—392.