Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1964, Page 39
GRÆNLENZKI LANDNEMAFLOTINN 41 rétt fyrir jól, í háskammdegi, þegar allra veðra er von, en eins og áður er sagt, var enginn farmur j afnháskalegur og skreið, eink- um ef henni var hátt hlaðið, sem oftast var sökum þess, hve fyrir- ferðarmikil hún var. Misvindasamt er af fjöllum upp af strönd- inni, einkum gátu sviptibyljir fyrir og af Ólafsvíkurenni verið hættulegir, en einmitt á þeim slóðum fórst Þóroddur.1 Á öll þessi atriði ber að líta, þegar minnzt er á teinæring Þórodds á Fróðá og hinztu för hans. — Eitt sinn fer Snorri goði þrennum skipum inn eftir Álftafirði, og voru á þeim um fimm tugir manna2 Mann- fjöldinn gæti bent til þess, að bátar þessir hafi verið teinæringar. — Þegar Þorgils Arason býr á Reykhólum, á hann teinæring, en Þorgils má telja samtímamann Eiríks rauða. — Annar samtíma- maður Eiríks, Steinþór á Eyri, kaupir teinæring góðan við kaup- far í Dagverðarnesi, og mætti skilja frásögnina um kaupin á þá leið, að báturinn hefði verið fluttur frá Noregi og verið eftir- bátur. Um þetta leyti tíðkast teinæringar á norðvesturlandi, á svæð- inu frá Ströndum í Skagafjörð. Grettissaga getur um þrjá á þess- um slóðum.3 Höfundur Eyrbyggja veit deili þess, að tólfæringar eru til, og getur um einn þeirra.4 Þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd, gætu öll verið frá tíma Eiríks rauða, og ef svo væri, er lík- legt, að skip af teinæringsstærð hafi þá verið algeng. Áður var þess getið, að bátur sá, sem Steinþór á Eyri kaupir í Dagverðarnesi, kunni að hafa verið eftirbátur, og báturinn, sem Snorri goði fer á úr Bjarnarhöfn, hafi einnig getað verið sams konar bátur. Sumir, sem á hann hafa minnzt, fullyrða jafnvel, að svo hafi verið. Algengt var, að kaupför, sem fóru um úthaf, liefðu tvo báta, annan lítinn, er hafður var uppi á skipinu, en hinn miklu stærri. Hann var ætíð hafður í togi og nefndur eftirbátur. Um stærð eftirbátsins, sem kaupskipin notuðu, er sigldu milli Nor- egs og Islands, er ekkert vitað með vissu, en ætla verður, að hann hafi verið allstór, a. m. k. á borð við teinæring. Sú var og skoðun Hjalmar Falks5 og Bernhard Færoyviks.6 Hvergi er beinlínis frá því sagt, til hvers eftirbáturinn var ætlaður, en augljóst er, að til hans á að grípa, ef skipverjar þurfa einhverra hluta vegna að 1 Isl. fornrit IV, bls. 148. 2 Sama, bls. 120. 3 Sama VII, bls. 21, 29 og 247. 4 Sama IV, bls. 158. 5 Altnordisches Seewesen, Heidelberg, 1912, bls. 91. 0 Bergens Sjofartsmuseums árshefte 1948, bls. 47.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.