Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 114

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 114
118 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS athugun á Guðbrandsbiblíu er mjög merkileg og hvetur til frekari rannsókna á því efni. 6. Nú snýr höfundur sér að 17. öldinni. Skiptir þá mjög um svip í rannsókninni, því að efniviður eykst mjög, þegar kemur fram á 17. öld og því lengra sem líður. Vinnubrögðum er hagað þannig, að fyrst eru teknir til athugunar allir þeir hlutir, sem bera ártal, og eftir þeim er reynt að rekja þróunarferil. Elztur þessara tímasettu hluta frá 17. öld er prédikunarstóllinn frá Bæ á Rauðasandi, frá 1617. Til samans eru 76 hlutir, sem annaðhvort eru með ártali frá 17. öld ellegar hægt er að telja til þeirrar aldar með öryggi vegna einhvers, sem jafngildir ártali. Frú Mageroy lýsir mörgum þessara hluta í stór- um dráttum og bendir á þau margvíslegu gervi, sem teinungamunstrin taka á sig, en þau eru greinilega enn þá mjög ríkjandi. Tilbreytni og frjósemi er mikil, í sumum verkunum er hinn „íslenzki stíll“ enn greinilegur, en margt annað kemur einnig til. Sjá má áhrif frá renesans og þó einkum barokklist, og sýnir það, að íslenzkir tréskerar á 17. öld voru þó ekki alls kostar einangráðir frá umheiminum, þótt þeir héldu fast við gömul form yfirleitt. Freistandi er og skemmtilegt að greina einstaka meistara í tré- skurðinum, bæði frá 17., 18. og 19. öld. Þegar maður handleikur mikið af tréskurðarmunum, sér maður fljótlega, að tveir hlutir eða fleiri bera einhver þau auðkenni, áð telja verður víst, að þeir séu eftir sama mann. En hér verður að fara mjög gætilega í sakir. Frú Mageroy gerir sér það ljóst, en jafnframt hitt, að nauðsynlegt er áð fara inn á þessa braut að einhverju leyti. Telur hún fram nokkra einstaka meistara frá 17. öld, sem allir eru nafnlausir nema Guðmundur Guð- mundsson í Bjarnastaðahlíð, en vafalítið virðist, að hann hafi verið áhrifamikill maður í íslenzkum tréskurði á sínum tíma. Fyrir mörgum árum gerði ég grein fyrir honum og taldi fram öll verk, sem mér fannst með rétti hægt að eigna honum. Þetta framtal þyrfti að vísu að endurskoða með gagnrýni, og það gerir frú Mageroy að nokkru leyti, en hefði mátt ganga nær. Ég efast t. d. mjög um það nú, að rétt sé að eigna honum útskornu spjöldin í alabasturstöflunni frá Hólum, þó að frú Mageroy fallist á það án umræðu, en Oddakistan er áreið- anlega ekki eftir Guðmund, enda segir hún það. Gott hefði verið, ef frú Mageroy hefði vitað um prédikunarstólinn í Breiðabólstaðar- kirkju í Vesturhópi, sem Hörður Ágústsson hefur bent á með réttu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.