Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 1

Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 1
62. árgangur Janúar-Desember 1981 1.-12. tölublað „Hingað til hefur Drottinn hjálpað oss“ 2. bók Móse skýrir frá því, hvernig Drottinn leiddi lýð sinn ísrael brott af Egiftalandi. Gefín voru þjóðinni lög og líka fyrirheit um farsæld og blessun, ef hún gætti boða Drottins. En henni var líka sagt, að baráttulaust gæti hún ekki eignast það land, sem henni var heitið. Harðsnúnum óvinum var að mæta. Þar á meðal Filistum. Þeir voru af öðrum ættstofni en aðrir landsbúar, ættaðir frá Evrópu. Við þá þurftu Israelsmenn oft að berjast, lutu þeim um talsvert langan tíma. En Samúel spá- maður kom til sögunnar. Hann hafði fæðst sem svar við bæn. Bænarmaður varð hann alla ævi. Eitt sinn hafði Drottinn sem svar við bænum Samúels látið Filista bíða mikinn ósigur fyrir Israelsmönnum. Þá tók Samúel stein, reisti hann upp og sagði: „Hingað til hefur Drottinn hjálpað oss.“ - Norðurljósið fæddist í raun og veru í október 1911. Þá voru ekki póstsamgöngur greiðar á Islandi. Þess vegna gat það tekið margar vikur, uns það væri komið til þeirra landshluta, sem lengst voru frá Akureyri. En 1. árgangur var hafínn og dagsettur sem Janúar 1912. Af þeim árgangi voru prentuð 2500 eintök. Seldust þau öll, sagði ritstjóri þess og stofnandi frá. En hann hét Arthur Charles Gook, en lengi vel nefndur af allri alþýðu manna: Mr. Gook. Arið 1912 átti að ferma mig, þótt naumast væri ég á fullum lögaldri. Sendur var ég til sauma- konu, sem Osk hét og var Sveinsdóttir. Átti hún heima á Hvammstanga. Hún gat ekki sinnt mér þegar í stað og veik sér frá. Sá ég þá blað á rúmi hennar. Nafn þess var Norðurljósið. Mynd var framan á blaðinu. Var hún af lambi á klettastalli. Yfír myndinni stóð: Garibaldi og lambið. Blaðið greip ég samstundis, því að myndin vakti athygli mína. Eftir þetta langaði mig til að sjá Norðurljósið aftur. Móðir mín þurfti að sitja yfir konu, sá blaðið hjá manni hennar, fékk það lánað. Ég las það og sneri mér til Krists. Óvíst er, hvort ég hefði gefið blaðinu mikinn gaum, hefði ekki myndin verið framan á því. Sagan af Garibalda og lambinu kemur nú í þessum árgangi á bls. 56. Guð blessi öllum Norðurljósið, sem gimast að lesa það. Óneitanlega býður það upp á mjög fjölbreytt efni að þessu sinni. Hæfir það vel nú á 25 ára ritstjóraafmæli mínu. Trúuðu vinir Norðurljóssins, biðjið því mikillar blessunar Guðs. Sœmundur G. Jóhannesson. NORÐURLJÓSlbV'pósthÓlf ^18, 602 Akureyri. 2 3]146
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.