Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 7

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ 7 Vor mikli Guð er trúfastur. Áður en munnlæknirinn framkvæmdi aðgerð sína, sagði ég honum, að ég væri ekki hræddur við aðdeyja. Sem lítill drengur, er ég sat á kné móður minnar, hafði ég farið að treysta á Jesúm Krist sem frelsara minn. En átján ára gamall, er orð dr. Bob Jones bergmáluðu í eyrum mér, hafði ég gefíð Drottni ævi mína til að þjóna honum. „Það er útkljáð mál, Drottinn, hér er líf mitt. Þú gerir mig það sem þú vilt, þér til heiðurs og dýrðar. Ég er þinn.“ Munn-læknirinn vísaði mér til róttæks höfuðs- og háls-skurðlæknis til að vita, hvað hann leggði til mál- anna. Hann var sérfræðingur í að nota kobolt (Það er stálgrár málmur). Hann sagði, er hann hafði mark- að fyrir svæðinu á andliti mínu, þar sem aðgerðin færi fram: „Þú munt aldrei framar flytja helvítiselds og fordæmingar-ræðu, predikari.“ Þegar hann sá, að ég hikaði, spurði hann: „Hvað er að? Ertu hræddur?" Ég sagði: „Nei, en þegar þú talar um þá gjöf, sem Guð hefur gefið mér, og þjónustuna, sem hann hefur falið mér, þá held ég, að ég verði að biðja meir viðvíkjandi þessu áður en ég segi „já“.“ Við fórum heim til að tala saman og leita betur leið- beininga hjá Guði. Hann gaf okkur frið, sýndi okkur, að hann hafði leitt okkur til þessa læknis. Við fundum, að áfram skyldi haldið, gert eins og hann stakk upp á. Næsta dag, með frið Guðs í hjarta mér, gekkst ég undir þessa læknisaðgerð. Meðan kóbolt-lækning- amar stóðu yfír, sá ég sumajjeirra, sem höfðu fengið þessa kóboltmeðhöndlun. Ég gat varla skilið orð af því, sem þeir sögðu, og það var tómahljóð í rödd þeirra. Ég velti fyrir mér: Skyldi ég verða svona eftir fáeina mánuði eða fáeinar vikur? Ég tók náð Guðs trúartaki, og friður Guðs flæddi yfir mig. Það var á fjórtánda brúðkaupsafmæli okkar hjóna, sem læknirinn framkvæmdi aðgerðina. Skorið var frá ytri kanti augans niður í miðja vör. Vinstri hliðin á kjálkanum og harða góminum var riumin burtu. Ég gleymi því aldrei, er ég vaknaði eftir svæfínguna. Hvílíkur, indæll friður var í sál minni. Ég vissi ekki, hvort ég mundi geta talað aftur. Andlitið á mér var hulið af umbúðum. Hjúkrunarkonan braut reglurnar og leyfði konu minni að koma til mín. Hún spurði: „Hvemig líður þér, elskan?“ Ég tók litla „töfra- spjaldið,“ sem gerði mér kleift að tjá mig. Ég fór að rita 2. Kor. 12. 9.: „Náð mín nægir þér.“ Ég strikaði yfir orðið „nægir“ og ritaði „yfírfljótanleg“. Ó, hve hún var yfirfljótanleg! Ég gat heyrt englana syngja. Ég vissi, hvað sálmaskáldið (Davíð) var að tala um, er það sagði: „Engill Drottins setur vörð kring- um þá, er óttast hann.“ (Sálm. 34. 7.) Ég skynjaði þessa nálægð. Hin indæla hljómlist himinsins tók að flæða yfir sál mína. Ég fékk að reyna þann frið, sem er æðri öllum skilningi, meðan ég var í endurhæfingar- stofunni. Meðan ég var á gjörgæsludeild, gátu ékki hjúkrun- arkonumar skilið, hve andi minn var fullur af gleði. Þær spurðu konu mína, hvort ég vissi, hvemig komið væri fyrir mér. „Ó-já, hann veit það.“ Hún sagði þeim svo, hvern ég ætti að. Dásamlegt var það: að vitna um Krist á þessum stað, bæði á undan aðgerðinni og á eftir, vita það, að ég hitti þarna fólk, sem ég hefði aldrei hitt annars; og að vita, að hönd Guðs var í þessum veikindum mínum. Guð hefur gefið mér níu ár í viðbót til að halda áfram í þjónustu hans. Með krafti hef ég getað predik- að með gervikjálka-parti, án þess að ég hafi þurft nokkurrar endurhæfingar í tali. Sálir hafa frelsast, mannsævir breytst. Söfnuður okkar hefur stækkað. Lof sé Guði, sem blessanir allar streyma frá. (Þýtt úr „The Swordof the Lord“. - Sverði Drottins.) Vanræktu ekki Bænarstundina þína. Hún er andardráttur sálar- innar. Biblíuna þína. Hún er sverðið, sem þú sigrar með, hamarinn, er þú byggir með, leiðarljós þitt á skugga- legum, myrkum og ömurlegum dögum. Líkama þinn. Hann er höfuðstólliim, sem þú átt að versla með í átta tugi ára. Huga þinn. Hann ert þú, að seilast upp til sjálfra hugsananna um Guð. Menntun hans mun gera hann víðfeðman og styrkja tök hans. Hlátur þinn. „Glatt hjarta veitir góða heilsubót.“ „Áhyggjur reka nagla í líkkistuna, en gleðibros dregur annan út.“ (John Woolcott.) Mannorð þitt. „Það er gullið, sem þú greiðir með þær kröfur, sem menningin gerir til þín.“ Ahrif þín. - „Þau verða til blessunar eða bölvunar um alla eilífð.“ (Úr Church Herald, birt í „Sverði Drottins“.) Þjáninga ráðgátan Eftir dr. Daniel Fuchs. Mjög elskuðu vinir mínir. Hvers vegna skapaði Guð þjáningu? Vinsamlegast dæmið ekki þannig, að ég fari með guðlast. Drottinn veit, að ég er ekki að gera það. En því eldri sem ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.