Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 13

Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 13
NORÐURL J ÓSIÐ 13 Hvers vegna kemur Kristur aftur? Eftir dr. Billy Graham. Verður heimurinn til á morgun? Hvenær kemur Jesús Kristur? Endurkoma Jesú Krists, hún er nefnd aftur og aftur í nýja testamentinu. (318 sinnum segir dr. Torrey.) Heilagur Andi stjómaði ritun biblíunnar. Þetta sýnir, hve geysimikla áherslu hann leggur á þessa kenningu, að Drottinn Jesús kemur aftur til jarðarinnar. Fimm ástæður eru fyrir því. Hin fyrsta er sú, að hann verður að koma aftur, til þess að rætist fyrirheit gamla testamentisins, er ekki hafa rætst ennþá. Tugir spádóma rættust, sem lutu að fyrri komu hans. En sumir em óuppfylltir ennþá. Biblían segir, t.d.: „Því að bam er oss fætt, sonur er oss gefinn; á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Hann mun nefndur Undursamlegur, Ráðgjafi, hinn Máttugi Guð, eilífur Faðir, Friðarhöfðingi.“ (Jes. 9.6. Þetta er rétta þýðingin á þessari ritningar- grein. S.G.J.) Mikill skal friðurinn verða og höfð- ingjadómurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í konungsríki hans, til þess að reisa það og efla með réttlæti héðan í frá og að eilífu.“ (Jes. 9.6.,7.) Ritningargreinin þessi hefur ennþá ekki rætst. Barnið fæddist. Sonurinn var gefinn. En höfðingja- dómurinn hvílir ekki enn á herðum hans. Hann færði ekki heiminum frið og réttlæti, er hann kom hið fyrra sinn. En hvort tveggja mun hann veita honum, er ' hann kemur í annað sinn. „Margar þjóðir munu búast til ferðar og segja: ,Förum upp á fjall Drottins og til húss Jakobs Guðs, svo að hann kenni oss sína vegu og .vér megum ganga á hans stigum, því að frá Zíon mun kenning út ganga og orð Drottins frá Jerúsalem. Og hann mun dæma meðal margra þjóða og skera úr málum voldugra þjóða langt í burtu. Og þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“ (Míka 4.2.-4.) Eg trúi því, að þessi ritningargrein verði uppfyllt. I öðru lagi, Kristur verður að koma aftur vegna þess, er hann sjálfur hefur sagt. Hann er ekki lygari! „Því að eins og eldingin gengur út frá austri og sést allt til vesturs, þannig mun verða koma manns-sonarins.“ (Matt. 24.27.) Ennfremur segir í Matt. 25.31.,32.: „Þegar manns-sonurinn kemur í dýrð sinni og allir englarnir með honum, þá mun hann setjast í hásæti dýrðar sinnar, og allar þjóðirnar munu safnast saman frammi fyrir honum.“ Eg trúi því, að ritningargrein þessi verði uppfyllt. Ástæðan þriðja fyrir því, að Kristur hlýtur að koma, er núverandi staða Satans. Hann er kallaður „guð þessarar aldar.“ (2. Kor. 4.4.) Þetta merkir, að hann stjórnar öllum falstrúarbrögðum, röngum heimspekikenningum heimsins. Biblían segir, að núverandi skipulag heimsins sé undir valdi hins vonda Mennirnir geta aldrei bundið hann. Kirkjan getur ekki steypt honum úr hásæti hans. Löggjöfin er magn- vana. Ekki vita Sameinuðu þjóðirnar, hvemig á að fást við hann. Margsinnis skilja þær ekki, að þær em að fást við andlegt vald, geysilegan kraft hins illa í heiminum nú á dögum.“ En til er Hann, sem máttugri er, Hann, er sigraði djöfulinn fyrir (nálega) tvö þúsund árum. Djöfullinn vissi, að Kristur var að bera syndir alls heimsins, er hann dó á krossinum. Frá krossinum var Guð að segja við manninn: „Ég elska þig. Mig langar til að fyrirgefa þér allar syndir þínar. Mig langar til að taka þig til himins.“ Hefði Jesús stigið niður frá krossinum, gætum við ekki frelsast. Við gætum ekki komist til himins. Við krossinn beið Satansinnstærstaósigurog við upprisu Krists. En djöfullinn gengur ennþá laus. Allt, sem illt er í heiminum, er ennþá í umsjá hans. í öllu, sem er ranglæti, hefur djöfullinn hönd í bagga og í styrjöld- um heimsins, einnig í glæpum, spillingu, öllu hinu hræðilega, sem fram fer. Þess vegna verður Kristur að koma. Hann er hinn eini, sem getur fengist við Satan. Réttvísi. í fjórða lagi, Kristur verður að koma vegna þess, er fram fer í heiminum. Heimurinn er hrjáður af sársauka, þjáningum, hungri, styrjöldum, morðum, lostagirnd, hatri, svikum, táldrægni, spillingu. Heimurinn verður meir ósjálfbjarga, vonlausara um hann, eftir því sem vér komumst lengra í háþróaðri tækni: Ritningin segir: „Verið hughraustir, óttist eigi! Sjá, hér er Guð yðar! Hefndin kemur, endurgjald frá Guði. Hann kemur sjálfur og frelsar yður.“ (Jes. 35.3,4.) Jesús Kristur kemur til að frelsa oss frá sjálfum oss. Þeir eru margir, vísindamenn nútímans, er trúa því, að vér gætum tortýnt sjálfum oss. Vér getum það! Mannkynið hefur svo mikla orku nú, að það getur tortýnt sér. En Kristur kemur. Hann mun stofna konungsríki réttlætis, dýrðar, friðar og réttvísi. I fimmta lagi, Jesús Kristur verður að koma aftur vegna fólksins, er dó í trausti á Drottin. Það verður mikil upprisa. Fólkið mun verða reist upp frá dauðum! „Síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu; og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.“ (1 Þess. 4.17.) Hvenær mun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.