Norðurljósið - 01.01.1981, Side 14

Norðurljósið - 01.01.1981, Side 14
14 NORÐURLJÓSIÐ þetta eiga sér stað? Vér vitum ekki nákvæmlega daginn. En ég trúi því, að koma hans sé í nánd. Att þú þessa von, að Drottinn Jesús Kristur komi aftur? Sé það svo, þá skulum við fyrst af öllu hreinsa okkur sjálf! Rimingin segir: „Hver, sem hefur þessa von til hans, hreinsar sjálfan sig eins og hann er hreinn. (1. Jóh. 3.3.) Líferni vort ætti að vera hreint, guðrækilegt, undir gefíð (Guðs vilja, þýð.), Guði helgað. Þolinmæði. Við eigum að sýna þolinmæði. Stundum verðum við dálítið óþolinmóð og veltum fyrir okkur, hvort Jesús ætli í raun og veru að koma aftur. Ritningin seg- ir: „Þolgæðis hafíð þér þörf, . . . því að innan harla skamms tíma mun sá koma, sem koma á, og ekki dvelst honum.“ (Hebreabréfið 11. 36., 37.) I fjórða lagi, vér eigum að starfa. Fólk segir: „Kristur kemur aftur. - Vér skulum hætta því, sem vér höfumst að til að gera heiminn betri.“ Nei! Vér skulum auka þessa athafnasemi, því að vér verðum að lifa til þess andartaks, er Jesús kemur. Ekki er víst, að hann komi, meðan vér lifum. En vér skulum gera það, sem vér getum, til að hjálpa meðbræðrum vorum. Vér skulum gera það, sem vér getum, til að leysa þau vandamál, sem heimur vor er andspænis. Fyrirheitið um komu Krists, það ætti að vera oss hvöt til starfs. Að síðustu, Vér eigum að vera viðbúin. „Fyrir því skuluð og þér vera viðbúnir, því að Manns-sonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér eigi ætlið.“ (Matt. 24.44.) Hvílíkt andartak að fínna Krist! Hvílíkt andartak að undirbúa hjarta þitt og vera við- búinn, er sú stund kemur. Vera má, að þú sért ekki viss um, að þú sért viðbúinn. Vera má, að þú sért ekki viss um, að Kristur búi í hjarta þínu. - En þú vilt vera viss um það. Eg bið þig, að þú verðir viss um það. Iðrastu synda þinna. Þetta merkir að þú breytir líferni þínu og segir Guði, að það hryggi þig, að þú hefur syndgað. Tak þú með trú á móti Jesú Kristi inn í hjarta þitt. Þá veistu þetta með vissu. (Þýð. S. G. J.) Hvað mundir þú hafa gert? Það var sannkristinn maður, sem heima átti í kommúnista ríki, stöðvaður vegna rangs aksturs. Ökuskírteini hans var tekið. Fór hann þá til lögreglu- foringja til að fá það aftur. í för með honum var annar kristinn maður. Lögreglu-foringinn þekkti báða þessa menn. Hon- um var kunnugt um vitnisburð þeirra. „Trúið þið því í raun og veru, að Guð sé til?“ Hverju mundir þú hafa svarað? Mennirnir svöruðu: „Auðvitað gerum við það.“ Foringinn spurði þá, hvort þeir vildu biðja um það, að kona hans og hatm gætu eignast barn. Þau höfðu verið gift í nokkur ár. Læknirinn sagði, að það væri alveg vonlaust. Mennirnir svöruðu: „Vissulega, og þú getur beðið með okkur.“ Þessir þrír menn krupu þá niður í skrif- stofu foringjans. Hann bað: „Guð, ég veit ekki, hvort þú ert til. Ef þú ert það, blessaðu okkur með því: að gefa okkurbam.“ Kristnu mennimir báðu síðan fyrir manninum og konu hans. Ári síðar ól konan dreng. Núna eiga þau fleiri böm. Eftirmáli. Nokkur tími leið. Þá langaði þessa kristnu menn til að heimsækja kristna menn, sem áttu heima í öðru ríki kommúnista. Venjulega tekur það marga mánuði að fá þær áritanir og skjöl, sem þarf að fá, til þess að slíkt leyfí sé veitt. Lögregluforinginn skipti sér ekkert af allri þeirri skriffínnsku, veitti þeim leyfíð, svo að þeir gátu farið þegar í stað. (Þýtt úr: International Crusades Today. (Alþjóð- legar krossferðir nútímans. (Þetta er kristilegt starf, er svo nefndir „Bræður“ reka. Standa þeir á sama grundvelli kenninga og söfnuðurinn á Sjónarhæð, Akureyri. - S. G. J.) Ertu nógu hljóður til að hlusta? Margir af þeim, sem lesa þetta, munu verða orðnir svo aldraðir, að þeir minnist íshúsanna gömlu. Þar fengust keyptir til heimilis notkunar ískögglar. Þyngdin var 11 kg., 22 kg. og 45 kg. Þetta var notað í kæliskápa og ískassa á heimilum. Á íshúsgólfín var oft látið sag. Var það gert í einangrunar skyni, til að fjar- lægja hlýrra loft. Það henti mann, er átti slíkt íshús, að hann týndi góðu vasaúri í sagið. Hann bauð há fundarlaun. Starfsmenn hans fóru með klórum í gegnum sagið, en úrið gátu þeir ekki fundið. Úr húsinu fóru þeir til hádegisverðar. Lítill dreng- ur fór inn í íshúsið og kom með úrið eftir fáeinar mínútur. Spurður var hann, hvernig hann hafði fundið það. Hann svaraði blátt áfram: „Jæja, ég lagð- ist niður í sagið og hlustaði þangað til, að ég heyrði tifíð í úrinu.“ Oft hef ég hugsað um það, hve önnum kafm við erum öll í lífinu. Við drögum klóru anna eftir tilveru

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.