Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 16

Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 16
16 NORÐURLJÓSIÐ ofan. Sem Orðsins þjónn og Krists mátti hann ekki vanrækja andlegan vöxt sinn. Hann varð að vaxa inn- an að frá. En hinn réttláti vex einnig sem sedrustréð á Líbanon. Sterkleika þeirra er minnst á í heilagri ritn- ingu. Þau bættu við sig, urðu gildari og hærri, sterkari með ári hverju. Imynd slíks manns var Georg Muller í Bristol. Snemma nam hann námskaflann þann í skóla Guðs, að hann varð að byggja sig upp með lestri orðs Guðs og bæn. Þar var hann pálmaviður. En í starfínu óx hann sem sedrustréð á Líbanon. Það byrjaði smátt, en allt var gert í trú: „Biðjum Guð um allt, en mennina um ekkert,“ voru kjörorð hans. En hann óx með starf- inu, og starfíð óx með honum, því að hann var maður mikils lesturs biblíunnar og margra bæna. Avexti bar starf hans víðs vegar um heiminn. Má vera þeir vari enn, þótt mér sé ekki kunnugt um það. Maður nokkur var í Bretlandi. Hann var víðkunnur starfsmaður Krists, en var hniginn mjög að aldri. Mun þá hafa ritað merkar bækur. „Hvernig skyldu kvöldbænirnar hans vera?“ spurði einn vinur hans sjálfan sig. Hann kom því síðla kvölds, læddist inn um dyrnar á vinnustofu hans, sem einnig var svefnherbergi, og fól sig þar. Tíminn leið. Gamli maðurinn vann til miðnættis. Þá lagði hann frá sér pennann og sagði: „We are on the old terms, Lord Jesus.“ „Skilmálarnir gömlu gilda á millum okkar, Drottinn Jesús.“ Þar með af- klæddist hann, lagði sig í rekkju sína og sofnaði. S. G. J. Handa öldruðum lesendum Byrjaði lífið 77 ára. María sat alein á bekk. Það var í skemmtigarði í Vínar- borg. Madelon Schiesler kom til hennar og bað hana að svara fáeinum spurningum í trúarlegri skoðana- könnun. Vökul var hún, sterk og hörkuleg, 77 ára gömul. Hress í máli svaraði hún spurningunum öllum. Síðan hélt hún áfram að tala. Klukkustundina næstu ræddu þær María og Madelon, hvað það væri að vera sannkristinn. María hélt, að sannkristinn væri sá, sem blátt áfram væri góð manneskja, - og hún fann, að sú lýsing stæði heima um hana. María hét að koma, er Madelon bauð henni að vera með, er haldin væri kaffídrykkju stund. Efndi hún loforð sitt. í þó nokkrar vikur hittust þær, Madelon og hún, við þessi tækifæri. Dag nokkurn, er Madelon var að heimsækja Maríu í Elliheimilinu, gaf Drottinn henni djörfung til að segja henni frá fagnaðarboðskapnum. Með ritning- unni hrakti hún nokkrar rangar hugmyndir, sem María háfði. Er heimsókninni var að ljúka, bað María unga gestinn sinn: að rita nokkrar ritningargreinar, sem skýrt gætu frá því, hvernig einhver verður sann- kristinn. Madelon fór, hrifín af framvindu málsins. Hún ákvað að taka meiri tíma til að biðja fyrir Maríu, er hún velti fyrir sér í einrúmi ritningargreinunum. Tíu dögum síðar heimsótti Madelon Maríu aftur. Drottinn háfði greinilega verið að starfa. María skildi nú vel, að hún væri syndug og í þörf fyrir frelsarann. Síðdegis gekk svo María á vald þess, er hún vissi, að var rétt. Hún bað Drottin Jesúm, að hann yrði frelsari hennar. Síðan hún fól sig Drottni á hendur, hefur þetta 77 ára gamla „ungbarn í Kristi,“ sýnt skýr merki þess, að hún er umbreytt. Kristilegu samfélagi ann hún og hungrar eftir að heyra orð Guðs predikað. Best af öllu er þó það, að María veit í fyrsta skipti á langri ævi, um hvað lífíð allt snýst. (Þýtt úr Universal Crusades. - S. G. J.) „Hví opna þeir ekki dymar?“ Maður hét Reuben Jones. Ester hét kona hans. Pau unnust mjög og voru eins hamingjusöm og hjón geta verið. Þau höfðu eignast einn dreng. Litla samúð höíðu þau með fólki, sem kallað er trúrækið, eða kirkjusókn. Sunnudagar voru þeirra „hvíldardagar“. Dagblaðið var þá „leiðtogi þeirra, heimspekingur og vinur.“ Konu, sem varm að kristilegu starfí, höfðu þau samt leyft að koma. Mánaðarlega gerði hún það. Dag nokk- urn kom hún með almanak. Á það var prentuð mynd af frægu málverki, sem nefnist „Kristur, ljós heims- ins.“ Holman Hunt málaði það. Drengurinn og móðir hans horfðu á það með undrun, er það var komið á vegginn, þar sem mikið bar á því. Er heimilisfaðirinn kom heim til hádegisverðar, fór drengurinn að vekja athygli hans á því. „Sjáðu, pabbi, hver er þetta?“ Rúben leit á myndina, en svaraði engu. Hann vissi þó vel, af hverjum málverkið var. En náunginn litli leit ekki á þögn sem gilt svar. Aftur spurði hann: „Hver er hann, pabbi? Segðu mér það, pabbi.“ Loksins hrökk fram úr honum: „Maður auðvitað." „Hvaða maður, pabbi? Hvað heitir hann?“

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.