Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 17

Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 17
NORÐURLJÓSIÐ 17 Knúinn af áhuga drengsins, sagði hann: „Kristur.“ „Hvað er hann að gera, pabbi?“ „Getur þú ekki séð, að hann er að berja á hurð- ina,“ sagði faðir hans. „Hve lengi heldur hann áfram að berja?“ „Það veit ég ekki,“ var svarað. Enn spurði drengurinn: „Hvers vegna er hann að berja?“ „Af því að hann vill komast inn,“ svaraði faðirinn. „Hvers vegna opna þeir ekki dyrnar, pabbi?“ Spurningin var endurtekin aftur og aftur. En hún var of einbeitt, því að Rúben Jones leit undan og sagði: „Eg veit það ekki, drengur minn.“ Lítið varð um samræður þá stund, sem eftir var af matartímanum. Nema drengurinn endurtók aftur og aftur: „Ég mundi opna dymar. Mundir þú ekki gera það, pabbi?“ Er lokið var snæðingi, flýtti maðurinn sér af stað og sagði við konuna sína: „Ég þoli ekki meira af spurn- ingum hans.“ Um kvöldið ræddu þau saman, Rúben Jones og kona hans. Aðallega töluðu þau um myndina og spurningar sonarins. ,,Ó,“ sagði konan: „Hannhefur alltaf haldið áfram. Er hann fór í rúmið, voru síðustu orðin hans: „Ég óska þess, að fólkið opni fyrir mann- inum.“ “ „Það er mjög einkennilegt,“ sagði maðurinn, „en ég hef varla hugsað um annað síðan. Ég kem því ekki á burt úr huga mínum: „Hvers vegna opna þeir ekki dymar? Hvers vegna opna þeir ekki dymar?“ Ester, ég held, að höndin sama hafi verið að berja að dyrum hjá mér, núna upp á síðkastið. En fastast hefur verið barið að þeim í dag. En hurðin er ennþá lokuð.“ „Hvers vegna opna þeir ekki dyrnar? Æ-i, það er vandamálið. Ég er viss um, Ester, að Guð er að knýja á dyrnar með hendi barnsins okkar. Það er kommn tími til, að við sýnum meiri alvöru í þessum efnum.“ „Jæja,“ sagði konan hans, „ef þú ætlar að fara að verða trúrækinn, þá kem ég með líka.“ Einmitt þessa viku voru haldnar vakningar sam- komur í Ráðhúsi bæjarins. Menn þeir, sem unnu með Rúben, gerðu gys að þeim. Þeir spurðu: „Hver ætlar að láta frelsa sig?“ Þrátt fyrir gysið sóttu þau Rúben og Ester þrjár samkomur. Predikarinn spurði síðasta kvöldið: „Hver vill opna dyrnar og bjóða Gestinum inn?“ Þetta minnti hjónin á spurningu sonar þeirra: „Hvers vegna opna þeir ekki dyrnar, pabbi?“ Predikarinn hrópaði: „Sjá, nú er mjög hagkvæm tíð! Sjá, nú er hjálpræðisdagur!“ Þetta nægði. Hjónin tóku þá ákvörðun, að honum, sem verið hafði hinn Ókunni, skyldi héðan af treyst sem frelsara og vini. Liðin eru meira en tíu ár. Hann hefur verið þeim „Ljós heimsins." Dagatalið varð dýrmæt eign. Aldrei þreyttust þau að segja frá því, hvernig þau höfðu verið leidd til Krists. Hver er afstaða þín til Krists? Er hann innan dyra eða utan þeirra? Hann sagði: „Sjá, ég stend við dyrn- ar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, mun ég fara inn til hans og neyta kvöld- verðar með honum og hann með mér.“ (Eftir síra J. L. Thomas. Þýtt úr „The Sword of the Lord“ - Sverði Drottins - 15/8 ’80. - S. G. J.) „Elskar þú mig?u „Og er þeir höfðu kveikt eld í miðjum hallargarðin- um og setst við hann, settist Pétur meðal þeirra.“ (Lúkas 22. 55.) Kallar þú þetta gamalt og gatshtið íhugunarefni? Orð Guðs er ávallt nýtt og lifandi. Hjá hverjum settist Pétur? Meðal óvina Jesú. Ekki stóð á afleiðingunum. Hann afneitaði Herra sínum eftir stutta stund, gerði það afdráttarlaust. Hvers vegna þurfti þetta að henda Pétur? spyrjum við. Hef- ur þessi frásaga eitthvert gildi fyrir aðra kristna menn? Færi ekki betur á því, að á blöðum biblíunnar væri hann sýndur sem hetjan án hrösunar? Biblían segir sannleikann um Pétur. Þannig var hann. Var hann öðrum frábrugðinn að einhverju leyti? Stundum hefur, ef til vill, verið litið á hann sem mann, ólíkan öðrum. í raun og veru er hann ímynd allra manna á öllum tímum, sem hafa sömu persónu- einkenni og hann. Eins og aðrir þurfti hann að fá kraft heilags Anda til að sigra eiginn vanmátt og veikleika. Með skím heilags Anda varð allt líf Péturs inni- haldsríkt. Andinn gaf honum lífgandi orku upp frá því. Tíminn, sem leið frá því, að Pétur hrasaði og af- neitaði Herra sínum, þangað til hann mætti honum upprisnum, var tímabil tómleiks og tilgangsleysis. Allt virtist tapað, sem honum var nókkurs virði. Sá, sem hann hafði bundið vonir sínar við, hafði beðið ósigur. Andvörp hans fengu ekkert svar. - En þekkj- um við ekki af eigin raun, hvemig Pétri leið þessa daga? Þegar allt virðist vera án tilgangs, en freistingar og efasemdir drottna? Afneitun Péturs var afleiðing þess, að hann leitaði yls við glæður hins guðvana heims. Kallar það ekki - hjá þeim, sem gera það - fram afneitun í einhverri mynd? Afneitun jafnvel þess, er áður var hjartanu kærast? „Elskar þú mig?“ Aftur var Jesús nálægur og gaf sig á tal við hann, einmitt hann. Pétur skildi, hvað Jesús átti við með þessari spurningu, sem hann hafði

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.