Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 19

Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 19
NORÐURLJÓSIÐ 19 félagsskap. Hann væri nefndur Gídeons-félagið. Markmiðið væri, að biblían væri gefín alstaðar þar, sem ætla mætti, að fólk kæmi og þyrfti að tefja eitt- hvað. „Munduð þér vilja fá eintak af biblíunni, sem yrði látið vera í biðstofu yðar, læknir?“ spurði mað- urinn. Hjá lækninum vakti þetta mikinn áhuga. „Ó, já, þetta væri góð hugmynd,“ sagði hann. „Fyrst þessu er þannig farið, læknir,“ sagði full- trúinn, „'munduð þér þá vilja þiggja eina biblíu handa sjálfum yður?“ Læknirinn virtist ánægður með það, og fulltrúinn gaf honum nýja testamentið. Læknir þessi var andlega sinnaður maður. í per- sónulegu sambandi við Guð var hann. En trúarlegt uppeldi hans var dálítið sérstakt. Biblíulestur var það, sem hann hafði aldrei verið látinn kynnast. Fulltrúi þeirra Gídeons-manna fór. Forvitni greip hjarta læknisins, eins konar hungur eftir því: að lesa í biblíunni. Sjálfur hafði hann aldrei áður átt hana. Daglega varð hann önnum kafinn við lestur þessara dýrmætu orða. Kapítula las hann hvern á fætur öðr- um frá upphafi til enda. Á milli þess, er hann sinnti sjúklingum sínum, á sérhverri tómstund, sem honum gafst, tók hann nýja testamentið, sem var af vasa- útgáfu stærð, upp úr skúffu sinni. Bókin varð honum svo mikilsverð, að hann bar hana á sér hvert, sem hann fór. Einkennileg svipbrigði tóku að sjást á andlitum fólksins, sem vann í viðtala-stofunni, er það sá, að læknirinn las stöðugt í biblíunni á milli þess, er hann ræddi við sjúklinga sína. Ekki leið á löngu áður en læknisfrúin gaf því gaum, að manni hennar virtist nýja testamentið jafn mikil- vægt og hlustpípan. Dag nokkurn sagði hann við hana: „Þegar ég hef lokið við að lesa það allt, langar mig til að lesa það allt aftur með þér, góða mín.“ Læknisfrúnni var unun að heyra þetta. I hjarta sínu færði hún Drottni þögular þakkir fyrir það, að hann hafði svarað þögulli bæn hennar. Nokkrar vikur liðu. Þá fóru þau, læknirinn og kona hans, að lesa saman Gídeons-biblíuna. Nýtt skeið andlegs þroska var haf- ið. Orð Guðs hafði sannarlega orðið opin bók. Ég get ábyrgst, að þetta hefur gerst, því að ég er kona læknisins, dr. Pavel Kolisch. Gídeons mönnum færi ég innilegar þakkir fyrir hið mikla starf þeirra. Gjörið svo vel að biðja, að við öðlumst blessun, er við lesum saman orð Guðs. Sandra Kolisch, Ástralíu. (Þýtt úr: The Gideon. Nóv. 1980. - S. G. J.) Lífemi þeirra breyttist í fangelsi nokkurt, sem er í löndum Múhameðs- manna, fóru Gídeons menn. Landslögum samkvæmt máttu þeir ekki gefa nýja testamenti öðrum en „nafn- kristnum mönnum.“ Nokkrum vikum síðar bað yfir- fangavörðurinn þá að koma aftur. Hann sagði, að hann vildi, að þeir gæfu hinum „ókristnu“ þau líka. „Eftir dreifínguna hjá ykkur hefur andrúms- loftið í fangelsinu verið miklu betra. Og að minnsta kosti þrír af föngunum hafa játað, að þeir hafí afhent Jesú Kristi ævi sína.“ „Nú,“ hélt fangavörðurinn áfram, „vil ég að fang- amir allir fái þessa bók.“ Þótt hann væri Múhameðsmaður fann hann kraft- inn í bókinni, er hann sá þá breytingu, sem varð á líferni fanganna, er þeir höfðu lesið nýja testa- mentið. Lars Dagson, fulltrúi starfssviðs Evrópu-Afríku. Þýtt úr The Gideon (Gídeoninn) nóv. 1980. „Eins er því farið með mitt orð, það er útgengur af mínum munni: það hverfur ekki aftur til mín við svo búið“ (tómt, það er: ávaxtalaust. Ensk þýð.) (Jes. 55. 11.) (S. G. J. þýddi.) Margvíslega framkvæmir Guð Hraðlestin hafði komið stundvíslega. Eimketillinn spúði út ofþrýstingi gufunnar. Stráð var yfir stöðvar- svæðið ískristöllum, sem voru skínandi hvítir. Bruna- kuldi var þennan febrúardag. Stöðin var fimm hundr- uð metra yfír sjávarmáli. Ung stúlka gekk til stöðvar- stjórans og veitti því athygli, að hann þerraði tár úr augnakrókunum. Merkilegt er, hve lítið þarf til að kalla fram tár, er réttir tónar hræra innri hörpustrengi hjartans. Horfðu þarna djúpt niður í dalinn. Búgarður er þar og mörg lítil hús eru umhverfís hann. Þar á heima fólk, sem þarfnast þín! Bendingu gaf hann með vísi- fingri hægri handar. í þriðja skiptið var það, sem hann varð að þurrka burtu tárin. Ung og lipur stúlka stóð með gítar og koffort við hlið stöðvarstjórans. Hún hafði valdið tárum sterkbyggða mannsins. Hún ætlaði að koma og sækja farangur sinn, er komið væri í lag það, sem lagfæringar þarfnaðist. Getur stöðvarstjórinn vísað mér á fjölskyldu, þar sem eru mörg börn og þarfnast ókeypis aðstoðar við heimilisstörf? Þannig hafði hún spurt. Vísað hafði hann henni til vegar þangað, er hjón voru, sem áttu

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.