Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 22

Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 22
22 NORÐURLJÓSIÐ Drottinn mun bæta þeim við, sem frelsast láta. (Postulasagan 2. 47.) Ertu þar, sem freistingarnar mæta þér? Ertu í þeim kringumstæðum, sem virðast bjóða ósigri heim? Lofaðu þá Drottin í fímm mínútur. I dýrlegri nálægð Guðs mun fara svo, að allir hlutir munu verða mögu- legir. Lofgerðin er hressingar lyf, komi fyrir þung- lyndiskast, og örugg lækning í sjúkdómum. Hér vill þýðandinn skjóta inn einni sögu af því. Kona, sem var, að hann minnir, kristniboði í Austur- löndum, veiktist af bólusótt. En hún gat verið lífs- hættulegur sjúkdómur. Bjóst konan við, að þetta væri árás frá Satan. Tók hún að lofa Drottin fyrir sjúk- dóminn. Hann hvarf á þriðja degi. Þegar Drottinn Jesús hélt innreið sína í Jerúsalem, „tók allur flokkur lærisveina hans að lofa Guð með hárri röddu. Farísear nokkrir sögðu við hann: „Meist- ari: „Hasta þú á lærisveina þína.“ En hann svaraði og sagði: „Ef þessir þegðu, þá mundu steinarnir hrópa.“ Byrja þú að lofa Drottin nú, og þá muntu öðlast sigur. Lofaðu nafn hans. Hann er hinn sami, blessaði Jesús. Lofaðu nafn hans. Hann er sá, sem ég dýrka. Lofa þú hann. Lofa þú hann. Lofa þú hann. Lofa þú hann. Lofa þú hann meir. Lofa þú hann ennþá meir og meir. Vissulega, lærðu að lofa Guð nú. Þeir, sem eru endurleystir, munu himininn fylla með lofgjörðsinni. „Og ég heyrði rödd sem miklis fjölda, og sem rödd margra vatna og sem rödd frá sterkum þrumum. Þær sögðu: Hallelúja, því að Drottinn Guð vor, hinn alvaldi, er konungur orðinn.“ (Opinberunarbókin 19. 6.) Höfundur frú Iola Slagel Burgraff. (Þýtt hefur S. G. J.) Ef Guð er til, hvers vegna... ? „Ef almáttugur og góður Guð er til, hvers vegna lætur hann viðgangast, að hörmungar og hræði- legar þjáningar eigi sér stað? Þannig hefur mannsandinn kveinað og kvartað um þúsundir ára. Spurninguna mætti einnig orða þannig: „Hví skapaði Guð ekki þjáningalausa tilveru, svo að allir væru sælir og öllum liði vel?“ Svarið er: Guð gerði það. „Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá: það var harla gott.“ (1. Mós. 1. 31.) „Hvers vegna er þá allt eins og það er?“ Verur, sem Guð hafði skapað, gerðu uppreisn gegn skapara sínum, hættu að lúta vilja hans. Vilji Guðs er sem góður vegur um úfíð hraun. Vagn, sem fer út af veginum, lendir í hrauninu. Ekki er það vegarins sök, þótt hörmungar og þjáningar fylgi slysinu. „Hví gerði ekki Guð menn og engla þannig úr garði, að þeir gætu ekki syndgað? Þessu svarar postulinn Páll þannig: „Hver ert þú, maður, að þú skulir deila á Guð? Hvort mundi smíðisgripurinn segja við smiðinn: „Hví gerðir þú mig svona?“ (Róm. 9. 20.) Guð, alvitur Guð, kaus að gefa manninum frjáls- ræði, svo að hann gæti af fúsum vilja þjónað Guði og elskað hann. Maðurinn kjöri að misnota frjálsræði sitt. Afleiðin'garnar þjá hann. Þá fer hann að kenna Guði um þær! Hvor er vitrari, Guð eða maðurinn? Það er kjarni málsins. „Hvers vegna hefur Guð ekki útrýmt hinu illa og það fyrir löngu?“ Þessu svarar Guð þannig: „Þegar mér þykir tími til kominn, dæmi ég réttvíslega.“ (Sálm. 75. 2.) Kristur kenndi, að Guð léti vera saman hveitið og illgresið, hina góðu og vondu menn í heiminum, uns uppskerutími Guðs, dómurinn, kemur. Þá verður hinu illa útrýmt. Nú er Guð að skapa fullkomna fólkið. Biblían, Orð Guðs, boðar nýjan, komandi heim. Þar verða allir fullkomnir og alsælir. Þar verður aldrei gerð uppreisn gegn Guði. Þar verður „hvorki harmur, né vein, né kvöl framar til.“ (Opinb. 21. 4.) Allir þeir, sem byggja þann heim, hafa kosið að hlýða Guði, lúta vilja hans. A þjáningastundum hafa þeir sagt með Kristi: „Faðir, ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt, verði þinn vilji “ (Matt. 26. 39. 42.) „Hvernig skapar Guð þessa fullkomnu, alsælu menn?“ Hann gerir það með kraftaverki „endurfæðingar og endurnýjunar heilags Anda.“ (Tít. 3. 5.) Þetta kraftaverk gerist, er syndugur maður játar synd sína fyrir Guði og veitir Kristi viðtöku sem frelsara sínum og Drottni. „Ollum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verðaGuðs börn.“(Jóh. 1.12.) „Ekki hef ég séð það á þeim, er segjast hafa tekið á móti Kristi, að þeir séu að nokkru ráði öðru vísi en annað fólk.“ „Þessu svaraði postulinn Jóhannes. Hann ritaði þeim, sem trúðu á Krist: „Nú erum vér Guðs börn, og það er ennþá ekki orðið bert, hvað vér mun- um verða. Vér vitum, að þegar hann birtist (Kristur), þá munum vér verða honum líkir.“ (1. Jóh. 3. 2.) Sá dagur kemur, þegar allir munu „sjá þann mismun, sem er á milli réttláts manns og óguðlegs, á milli þess, sem Guði þjónar, og hins, sem ekki þjónar honum.“ (Malakí 3. 18.)

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.