Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 26

Norðurljósið - 01.01.1981, Qupperneq 26
26 NORÐURLJÓSIÐ Woods, uns ég minntist þess, að gestrisniskortur er ófyrirgefanleg synd hjá okkur. Ég sagði: „Ó, Guð, ég kom hingað nær dauða en lífí í gærkvöldi. En þessi maður og konan hans góða hýstu mig og hjúkruðu mér, svo að ég lifnaði við. Nú neita þau að þiggja nokkuð fyrir manngæsku sína. En Jesús Kristur hefur staðið við dyr þeirra, alltaf síðan þau eignuðust hús, með framréttar hendur, þyrnumkrýnt enni, og þau hafa skellt hurðinni á andlit honum. Hjálpaðu Jake Woods til að segja Jesú Kristi að koma inn í dag.“ Er ég stóð upp, sat Woods á gólfinu og horfði á dyrnar. Ég fylgdist með augnaráði hans, en sá ekkert nema opnar dyr, sólskin og bráðnandi snjó. Eftir mínútu sagði hann við eitthvað, er virtist vera í dyrunum: „Kom inn. “ Síðan sneri hann sér að mér og bætti við: „Hann kom inn, rétt eins og hann vildi segja: „Þú þarft ekki að brýna þetta meir fyrir mér.“ Þegar ég fór frá fjaUakofanum, fylgdi hann mér að hliðinu. „Áttu til aðra af þessum litlu bókum?“ spurði hann. „Pápi minn var vanur að lesa um þenna pilt, og ég hygg, að ég hafí verið hann. Ef þú vildir lána mér eina og brjóta þar blað, þá gæti ég fundið einhvem, sem læsi þetta, og ég hefði viljað heyra það aftur.“ Ég gaf honum bók. Hann sneri við og sagði, að „gamla konan“ hans gæti komið og hlustað á mig, þegar ég predikaði í Flats skólahúsinu næst. Þó nokkmm sinnum áður hafði ég predikað í Flats, stundum yfír fáeinum góðum sálum. En þegar ég kom í þetta skipti, sýndist öll lóð skólans vera þakin af fólki. Jake Woods kom fyrstur til mín. Hann greip svo um hönd mér, að ég hélt, að ég mundi detta niður af hest- inum. „Ég sótti þá,“ var kveðja hans, og hann hafði gert það. Ég gekk inn í skólahúsið. Konumar sátu annars vegar við ganginn (eftir skólastofunni). Á næst- fremsta bekk sat kona, sem greip í ermi mína um leið og ég gekk framhjá. Ég leit á hana. Þetta var Nancy Woods, sem nú var við guðsþjónustu í fyrsta sinini á meira en tuttugu árum. Hún sagði: „Það er eitthvað, sem gengur að honum Jake.“ „Hvernig er það?“ „Ég veit það ekki. En hann hefur ekkert verið sjálf- um sér líkur, síðan þú varst þar. Hann hefur verið mér virkilega góður. Kallaðu fólk fram.“ Tárin komu fram í augu mér, þegar ég gekk að borðinu og setti niður töskurnar mínar. Jack Woods hafði barið þessa konu nærri því til dauðs, af því að hún hafði gefíð predikara pening. Mörgum sinnum hafði hann rekið hana út í storm, til þess að hún færist. I drykkjumanns æði hafði hann eitt sinn fleygt henni á eldinn. Nú hafði hún verið í himn- inum í heilar þrjár vikur. Ég sneri mér við. Þama komu karlmennirnir. Jake var í fararbroddi. Rétt á bak við hann kom gamall hermaður, sem yerið hafði í borgarastyrjöldinni. Hann hoppaði, hnéð var .stirðnað. Við guðsþjónustu hafði hánn ekki verið, síðan styrjöldinni lauk. Jake settist við endann á innsta bekknum og her- maðurinn gamli lét fallast niður við hlið hans. Fætin- um stirða kom hann vel fyrir, leit framan í mig með undirgefni, eins og hann vildi segja: „Jæja, ég er héma.“ Húsið var fullt af fólki, góðu og vondu. Ræðan, sem ég hafði samið, gat ekki átt við, svo að ég hafði sem texta. „Manns-sonurinn er kominn til að leita að hinu týnda og frelsa það.“ Eins og ég predikaði þá held ég, að ég hafí aldrei predikað hvorki áður né síðan. En það stóð einhver við borðið þennan dag, sem predikaði af krafti og sann- færingu. Þegar fólkið átti að koma fram, sem vildi frelsast, stökk Jake Woods á fætur. Með röddu, sem alveg kæfði mína, sagði hann: „Menn og konur, komið! Hann segir ykkur sannleikann. Ég sá þennan Mann, þegar predikarinn bað heima hjá mér. Þegar ég opnaði augun, stóð hann við dyrnar. Hendur hans voru fram- réttar. Á þeim voru göt, sem blóð rann úr. Ég sá líka þyrnana á höfði honum. Ég sagði honum að koma inn. Og hann kom. Ég hef ekki verið sami maðurinn síðan.“ Þeir komu, uns svo virtist sem allir vildu koma. Jake Wood fór út til að áminna og frelsa fólk, sem hann þekkti sem kunningja sína. Hann náði til fleira fólks af þeim flokki á þeim tveimur árum, sem hann lifði eftir þetta, en ég hefði náð til á heilli mannsævi. (Úr „Sverði Drottins“. S. G. J. þýddi.) Fortíðin afmáð Ég hitti gamlan vin minn hér um daginn. Hann á heima í New York. Hann er starfsmaður trúboðs. Á liðnum tímum þekkti lögreglan hann. Þá var hann glæpamaður, náungi, sem varð að fylgjast með. Þáttaskil urðu, er hann kom þar inn, sem rekið var björgunarstarf. Féllu þá af honum fjötrar syndanna. I Myndasafni hrottamenna voru fjórar myndir af honum. Var honum skapraun að því. Þrjár afþeim átti hann hjá lögreglunni í Chicago. Átti hann það vini sínum að þakka, að hann fékk þær þaðan. Hin fjórða var í Joliet. Hana fékk hann ekki. Þó nokkru síðar var hann beðinn að stjórna sam- komu Harry Monrpe. Var hún ætluð gestum, sem heimsóttu heilsuhælið í Battle Creek (Orrustuvík). Meðal þeirra var Altgeld, ríkisstjórinn í Illinois.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.