Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 34

Norðurljósið - 01.01.1981, Blaðsíða 34
34 NORÐURLJÓSIÐ móður þinni koss frá mér og segðu henni, að þetta komi að gagni.“ Eg laut yíir hann og kyssti hann á munninn. Með síðasta andardrætti sínum sagði hann: „Það gagnar.“ Gamli maðurinn sagði, meðan hann þerraði tárin af augum sér og úr hrukkunum á andliti sínu: „Piltur- inn hafði rétt fyrir sér. Það gagnar! Hver, sem trúir á hann glatast ekki, heldur hefur nú eilíft líf. Það gagnar. Ég veit það gagnar!“ (Þýtt úr „Sverði Drottins“. - S.G. J. þýddi.) Afengisneysla SIGURLEIÐIN YFIR HENNI Eftir Jerry G. Dunn, fyrrverandi áfengis- sjúkling. 1. Ég geri mér ljóst, að ég get ekki brotið hlekki áfengisneyslunnar af eigin rammleik. Ég trúi því, að kraftur Jesú Krists standi mér til boða til að hjálpa mér. Ég trúi því, að taki ég á móti honum 'sem mínum frelsara, þá verði ég að nýjum manni. (1. Korintubréf 5. kafli, 17. grein.) 2. Ég trúi því, að kraftur Jesú Krists, kraftur Guðs, birtist þar, sem bænin er iðkuð. Þess vegna ákveð ég: að taka mér tíma tvisvar á dag til að eiga samfélags- stund við himneskan Föður minn. Ég geri mér ljóst, að ég þarfnast daglega hjálpar Guðs. (Sálmamir 24. 1.-5.) 3. Ég geri mér ljóst, að ég þarfnast kristilegs sam- félags. Þess vegna vil ég hafa samfélag við sannkristið fólk. Ég veit, að ég verð að vera virkur þátttakandi í þjónustu Krists, til þess að ég fái alltaf sigur. Og með sigri mínum mun ég hjálpa öðrum. 4. Ég bragða ekki nokkurn drykk, sem inniheldur vínanda. Ég veit, að það er fyrsti sopinn, er skaðanum veldur. Þess vegna drekk ég ekki. Ég vil halda mér frá stöðum, þar sem freistingin að drekka gæti mætt mér. Ég vil halda mér frá þeim félögum mínum, sem kynnu að freista mín. Ég get alltaf sigrað, af því að ég veit, að máttur Guðs er fullnægur til að uppfylla sérhverja þörf mína. (Filippíbréfíð 4. 19.) Trúaðramótið 1980 Undanfarin þrjú ár hafa verið haldin trúaðramót við Astjörn, þegar dvöl drengjanna lýkur um miðjan ágúst. Mótið 1980 var haldið dagana 16.-19. ágúst. Þátttakendur voru um fímmtíu til sextíu talsins, sem gátu verið einhvem hluta tímans. Þeir komu frá Akureyri, Reykjavík og frá Færeyjum. Aðalræðumaður mótsins var Zacharias Zacharia- sen, trúboði frá Færeyjum. Hann flutti okkur upp- byggilegan og fræðandi boðskap frá orði Guðs. Einkunnarorð mótsins voru: „Kom þú, Drottinn Jesús.“ (Opinb. 22. 20.) Mótið einkenndist af góðum félagsanda og miklum söng og hljóðfæraleik. Nefna má söngstjórann, Jógvan við Keldu frá Færeyjum, sem kom ásamt fjölskyldu sinni. Einnig nutum við góðra gesta úr öðrum samfélögum. Á laugardaginn fengu mótsgestir heimsókn. Það voru 29 orlofskonur úr Eyjafírði og Þingeyjarsýslu, sem dvöldu að Lundi í Öxarfirði og var þeim boðið til útidrykkju í blíðskaparveðri. Sérstök samkoma var auglýst í nærliggjandi sveit- um. Komu nokkrir af heimamönnum úr sveitinni á samkomuna, sem haldin var sunnudaginn kl. 14.00. Og þáðu þeir einnig kaffísopa með mótsgestum. Það er von okkar, að með þessum mótum megi vera endurvakin þau trúaðramót, sem haldin voru áður við Ástjörn undir leiðsögn Arthurs Gooks heitins og Sæmundar G. Jóhannessonar og margra annarra. Það er reynsla trúaðs fólks í mörgum löndum, að slík mót eru jafnan sterkur þáttur í því: að efla starfíð og samfélag trúaðra, því að þar skapast ný kynni og þar sem aðstæður eru svo einstaklega góðar, sem við Ástjöm, er einmitt slíkt tækifæri. Að lokum vil ég þakka, Guði fyrst og fremst og öllum þátttakendum, fyrir allt, sem við fengum að njóta í andlegu samfélagi á þessu móti. Vona ég, að margir megi fá löngun til að sækja næsta mót, sem verður um helgina 21. ágúst og fram á þriðjudag. Jógvan Purkhús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.