Norðurljósið - 01.01.1981, Page 36

Norðurljósið - 01.01.1981, Page 36
36 NORÐURLJÓSIÐ Ég get sagt það, að síðan ég tók á móti Drottni, hefur allt gengið mér í vil. Vorið 1922 fór ég aftur til Sauðárkróks og fór að læra þar á símstöðinni. Þar var kompa niðri í kjallara, sem ég gat farið í á morgnana og talað við Drottin áður en ég fór að vinna og fann þá, að allt gekk betur yfír daginn. Hvað leið svo langur tími, þar til þú tókst skírn? Það liðu tvö ár. Ég var fyrst ekkert sannfærð um skírnina, en svo var ég að lesa í Postulasögunni, öðrum kap. um það, að allir voru skírðir, sem tóku trú fyrsta hvítasunnudag. Ég sannfærðist um skírnina af orði Guðs sjálfu, og það álít ég tryggast. Snemma um sumarið köm saltskip til Sauðárkróks. Þá datt mér allt í einu í hug, eins og hvíslað væri að mér, að biðja um frí á símstöðinni og fara til Akur- eyrar til að taka skím. Þetta var allt opið, og var þó mikið að gera á stöðinni, svo að ég var hálf-hissa, að ég skyldi fá frí. Þegar ég ætlaði að taka skírn, fór ég til pabba og sagði honum frá því. Hann var þá á Sauðár- króki og bjó einn. Hann hélt ég mætti það, ef ég batn- aði eitthvað við það. Ég man, að ég var sjóveik á leið- inni eins og alltaf. Ég varð að vera í lestinni, það var ekkert farþegapláss. Svo gerði maður það af góðsemi sinni að lána mér koju sína. Þegar til Akureyrar kom, flýtti ég mér til Svanlaugar. Hún var þá búin að byggja húsið sitt á Gilsbakkaveginum, í félagi við Steindór járnsmið, og flutt í það. Hún átti aðra hæðina. Ég var svo heppin, þegar ég kom til Akureyrar, að 3 voru búnir að biðja um skírn, ég var sú fjórða. Ég bauð tveimur símastúlkum, sem ég þekkti og unnu á sím- stöðinni hér á Akureyri, að vera viðstaddar athöfnina. Það hefur ekki verið siður þá að skíra, þegar var opinber samkoma þar og allir velkomnir? Nei, það var alltaf boðið, nema þegar skírt var úti, þá var múgur og margmenni. Þegar þetta var, þá var skírnarlaugin komin í salinn. Mér fannst skírnin hafa mjög mikla þýðingu fyrir mig og ekkert skilja mig eins frá heiminum. Þá fyrst skildi éggreinina um skírnina í kverinu mínu. Ég hafði aldrei skilið hana áður. Þú hefur oft fengið bænheyrslu? Fjarskalega oft, svo oft, að ég hef verið undrandi. Mér hefur fundist ég ekki eiga neitt skilið, eins og líka er. Það er bara vegna Drottins Jesú Krists og hans verðleika. Það aftraði mér oft, hér áður að minnsta kosti, að segja frá frelsinu, að mér fannst að fólk tæki þetta sem hól á sjálfa mig, að ég væri orðin svona góð, betri en allir aðrir. Fólk lítur svona á. Hvenær fluttir þú hingað í Skjaldarvík? 1944. Stefán klæðskeri, stofnandi hælisins, rak hér saumastofu í 8 ár. Ég var ráðin hingað til að suma karlmannaföt. Fyrsta árið var hérenginnsími. Svovar sett hér upp símstöð, og þá var nú gott að vera ekki öllu ókunnug. Hvenær ferð þú svo að vinna við hjúkrunina? Það var ekki fyrr en Stefán var hættur að sauma. Hvenær byrjaðir þú að hafa húslestrana? Það var 1956. Ég var búin að vera veik, ofreyndi mig við að taka upp konu, var þá við hjúkrunina. Ég hét því, ef Drottinn gæfí mér heilsuna, þá skyldi ég stuðla að því, að bókin „Drottinn kallar“, yrði gefín út aftur. Sæmundur sá um þetta fyrir mig. Ég fór svo víða um til að selja þessa bók: Dalvík, Grenivík, Arskógssand- ur, Blönduós og víðar. Þegar bókin var komin út, vildi ég lesa hana fyrir fólkið hér. Mér fannst hún svo góð. Og þannig byrjuðu hóslestrarnir? Já, þannig byrjuðu þeir. Ég hafði oft lesið inni á herbergjunum áður. Þú hefur alltaf lesið einhverjar bækur andlegs efnis? Já, fjarskalega mikið úr Norðurljósinu og kristileg blöð önnur. Og eftir biskupinn líka? Já, ég er mjög hrifin af síra Sigurbimi. Ég hef m'arg- sinnis lesið bækurnar hans, sérstaklega fyrri bókina: „Meðan þín náð.“ Ég var ákaflega hrifinn af henni. Kristinn lánaði mér hana. Og það koma alltaf einhverjir á þessar stundir? Já, alltaf, en misjafnlega margt. Er þetta alltaf á hverjum degi? Já, á hverjum einasta degi vetur og sumar. Nú fer ég að lesa Passíusálmana. Það er margt fólk hrifíð af því, að ég lesi þá. Það hefur vanist því í æsku, að þeir væru lesnir. Jæja, ætli við sláum þá ekki botninn í þetta. Þakka þér kærlega fyrir. Klukkan er um hálffímm, og kom- inn húslestrartími. Þau hjónin rísa á fætur og flýta sér inn í sal. Elín- borg hefur eignast mann, sem aðstoðar hana við lest- urinn. Hann les hugvekju, en hún passíusálm ílokin. Þá standa allir upp og bjóða hverjir öðrum góðar stundir með hlýju handtaki. Gluggar salsins vita að firðinum. Svalbarðsströnd- in handan fjarðar skartar mjallhvítu líni um miðjan febrúar. Kvöldmaturinn bíður. Þóra G. Pálsdóttir. Þitt orð er lampi fóta minna og Ijós á vegi mínum. Sálm. 119. 105. Eg er fe'lagi allra þeirra, er óttast þig og varðveita fyrir- mceli þín. Sálm. 119. 63.

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.