Norðurljósið - 01.01.1981, Side 41

Norðurljósið - 01.01.1981, Side 41
NORÐURLJÓSIÐ 41 Hvemig get ég gleymt því? Ég verð að vita það! Það er allt satt. Ég fínn, að það er satt, og þú sagðir, að það væri það. Sagði ég það? Það held ég, að ég hafí aldrei sagt. Er það þá ekki satt, Graham? Órólegt tillit frá saklausum, bláum augum stöðvaði þá neitun, sem var á vörum hins unga manns. Jafnvel þótt nærri væri slokknað á hans veika trúarskari, í stormi efans og vantrúarinnar, þá lifði þó dýpst í hjarta hans minn- ingin um guðhrædda móður hans og kenningar henn- ar, minningin um löngu liðna daga, er hann hafði einnig hlustað á þessar gömlu sögur, er nú vöktu svo mikla gleði og aðdáun hjá þessu bami, sem sat á hnjám hans. Það verður nógu gaman að sjá, hvaða áhrif þessi kenning hefur á hann, muldraði hann, en bætti svo við með hærri rómi: Nei, ég vil ekki segja, að það sé ósatt fyrir þá, sem hæfir eru til að taka á móti því. Hver er þá Guð? Því að þessi maður var sonur hans? Guð skapaði heiminn, sagði ungi maðurinn vand- ræðalegur. Hann skapaði allt, sem þú sérð, og menn segja, að hann stjórni öllu, stóru og smáu, þó að hann sé ósýnilegur dauðlegum augum. Og lifír hann einhvers staðar? spurði bamið. Hann getur aldrei dáið. Hvar er hann? Menn ímynda sér, að hann sé alstaðar. Ég skil þetta ekki. Hvar er himnaríki? Uppi í himn- inum? Það er sagt, að Jesús hafi farið upp til himna, og að hann sitji þar Guði til hægri handar. Ég heyrði sagt, að himnaríki væri þarna uppi, svo að ég spurði pabba, hvað það þýddi. En hann sagði, að það væri annað nafn á himninum. Ó, Graham, mig langar mjög til að vita svo margt. Vertu nú fljótur að segja mér það! Heldur þú, að Jesús sé ennþá lifandi? Núna í dag? Er hann það? Þykir þér það ekki undravert? Hann var deyddur - ó, hvað það er sorgleg sú saga! Ég grét og grét, því að mér datt aldrei í hug, að hún mundi enda svona vel. O^ er hann hafði verið jarðaður, lifnaði hann aftur. Ég vildi óska, að hann þyrfti aldrei að deyja aftur. Svo að hann er lifandi nú. Er mjög langt síðan þessi saga var rituð? Þú ættir ekki að leggja fyrir mig nema eina spurn- ingu í senn, drengur minn. Dæmalaust ertu bráður. Þú titrar allur, eins og þú hafír ekkert viðþol. Eigum við ekki að breyta umtalsefninu? Ekkert í þessum heimi er þess vert, að menn tali um það af slíkum ákafa. En þetta er um annan heim, og það er það, sem ég vil vita. Er til annar heimur? Og hvernig getum við komist þangað? Er Jesús þar? Ó, þú verður að segja mér þetta, Graham, ef þú veist það. Eiríkur litli strauk handarbakinu um augu sér, en gat ekki leynt tárunum, sem brutust fram af hvörm- unum. Graham fór nú að gera sér grein fyrir því, að innsta djúpið í bamssálinni var farið að ókyrrast. Þóttist hann nú vera í vanda staddur. Ég skal segja þér það, sem mér hefur verið kennt, og taktu nú eftir, góði minn. Graham sagði nú baminu gömlu og alkunnu sög- una. Hann talaði að vísu hægt og hikandi. En honum óx hugur, er hann leit framan í bamið, er starði á hann bláum augum sínum, titrandi af áhuga og eftirvænt- ingu. Fyrst talaði hann nokkur orð um sköpunina, þá um syndafallið, þá um endurlausnina og loks um eilíft líf fyrir hverja sál, er trúir. Eiríkur tmflaði hann við og við með áköfum spurningum, sem hann varð að svara. Tíminn leið fljótt, og Eiríkur vissi ekki fyrr en hann sá fóstru sína koma. En hvað maðurinn er góður við þig, Eiríkur litli. - Það er óvanalegt, herra minn, að hann sé svo hændur að ókunnugum. Hann er svo ósköp einrænn. Ætlar þú að koma á morgun, Graham? spurði Eiríkur. Það getur vel verið. Ég hef svo margt og mikið að hugsa um. Það er miklu fleira, sem mig langar til að skilja. Þú mátt vara þig, að litla höfuðið þitt klofni ekki! Ég er hræddur um, að heilinn í því sé of stór fyrir það. Graham stóð upp og rétti úr sér. Hann horfði á eftír litla vagninum, sem var að hverfa. Svo hló hann og sagði við sjálfan sig: Ég býst við, að heimurinn hefði fallið í stafí, hefði hann heyrt kenningu mína í dag! Það væri gaman að fá lausn frá stöðu sinni um tíma, til þess að predika. - Það væri þó dálítil tilbreyting í því! 4. KAFLI Bréf Eiríks litla. Eiríkur horfði á foringjann með alvörusvip, er þeir sáust í næsta skipti. Hérna ætla ég að fá þér nokkuð, Graham. Mig lang- ar til að biðja þig að skrifa utaná það fyrir mig og senda það. Er það bréf? Já, þú mátt lesa það fyrst, ef þú vilt. Ég hef, ef til vill, ekki skrifað það rétt. Með mestu gæmi og alvöru- gefni tók nú Eiríkur bréf upp úr vasa sínum. Rétti hann síðan foringjanum bréfið með hinni mestu gætni og alvörugefni. Með rannsakandi augnaráði horfði hann á hann, meðan hann var að lesa það. Graham fór ekki að verða um sel, þegar hann sá

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.