Norðurljósið - 01.01.1981, Side 45

Norðurljósið - 01.01.1981, Side 45
NORÐURLJÓSIÐ 45 Jæja, ég er ekkert órólegur núna. Þetta er sú mesta undrun, sem ég hef nokkum tíma þekkt. Það vildi ég, að einhver hefði sagt mér þetta fyrr. Svo skal ég segja þér nokkuð, Graham. Ég get gert margt til að þóknast Jesú. Hann vill, að ég sé þolinmóður. Hann vill ekki, að ég sé óþekkur við fóstru mína. Ekki vill hann, að ég kasti burt lyfjunum mínum, þó að þau séu slæm á bragðið. Hann vill, að ég verði svo líkur sér, sem unnt er, svo að þú getur nærri, að ég hef mikið að gera. Ég verð alltaf að hugsa mig vel um, áður en ég geri nokk- uð. Ég reyndi áður að vera góður, af því að fóstra sagði, að ég ætti að vera það. En nú reyni ég að vera góður, svo að Jesús verði ekki hryggur, því að ég elska hann. Eiríkur hallaði sér aftur á bak í legubekkinn og andvarpaði af gleði. En Graham starði hugsandi út um gluggann. Mér virðist, Eiríkur, að þú hafir lært allt, sem þú getur lært. Hérna hef ég dálítið eftir í vasanum handa þér. Ég ætla nú að gefa þér allt nýja testamentið eða góðu fréttirnar, sem þú kallar. Ef föður þínum mislíkar það, getur hann tekið það af þér, þegar hann kemur heim. Þú hefur nú einu sinni fengið eitthvað í höfuðið, sem ekki er auðvelt að útrýma, en ef það gerir líf þitt sælla og léttbærara, þá væri illa gert: að ræna því frá þér. Segðu fóstru þinni, að ég hafí gefíð þér það, og að það muni vera best, að þú hafír það, eins og nú stendur á. Graham foringi rétti drengnum nýja testamenti. Það var falleg útgáfa í leðurbandi. Þegar Eiríkur litli sá, hvað það var, skein gleðin úr andliti hans. Ósköp ertu góður við mig. Ekki veit ég, hvað ég á að gera, þegar þú ert farinn. Ég vildi óska, að þú færir ekki. Þú þekkir þetta allt svo vel, og við getum talað um það. En þegar þú ert farinn, þá hef ég engan. Það verður langt, þangað til læknirinn kemur. Mundir þú nú reiðast við mig, ef ég bæði Jesúm að láta þig vera kyrran? Ég held þú ættir ekki að vera að því, Eiríkur. Sjáðu, hvað léttir til. Þama sést sólin. Muntu nú ekki fara niður á ströndina á morgun, ef veðrið verður gott? Jú, svaraði Eiríkur ánægjulegur um leið og hann strauk nýja testamentið sitt. Og ég vona, að þú verðir þar líka, eða heldur þú það ekki? Getur verið, en nú verð ég að fara, sagði Graham foringi. Síðan gekk hann í djúpum hugsunum til borgarinnar. Það er undarlegt, hvernig það friðar bamshjartað, sagði hann við sjálfan sig. Mér þætti gaman að vita, hvort þessi ánægja verður varanleg - og hvort það mundi með nokkru móti geta veitt sálu minni frið og ánægju, ef ég gæti með nokkru móti trúað því? 6. KAFLI Góðar fréttir. Veðrið breyttist, og foringinn sat öllum stundum, sem hann gat, hjá litla vininum sínum á ströndinni. Stimd- um vildi Eiríkur litli láta lesa kafla fyrir sig úr nýja testamentinu og hóf svo alvarlegt samtal. Baminu var að minnsta kosti full alvara. Spurningar Eíríks og sannfærandi ályktanir höfðu mikil áhrif á Graham, þó að hann reyndi að láta ekki berá á því. En skilnaðarstundin kom, og Eiríkur var mjög dap- ur í bragði þann morgun. Viltu ekki skrifa mér við og við, Graham? Éger viss um, að ég hugsa oft til þín. Ég skal lofa þér því: að senda þér línu svona við og við, drengur minn. Heyrðu, Graham, ég hef verið að brjóta heilann um eitthvað núna upp á síðkastið, - en get ekki skilið það - mér þykir það mjög leiðinlegt. Eiríkur þagnaði og starði framan í vin sinn. Hristi hann síðan höfuðið mjög raunalega. Hvað er nú, spurði Graham með glaðlegum rómi. Eiríkúr lagði litlu höndina sína í sterku höndina foringjans og mælti: Ég skil ekkert í því, hvað þú ert vansæll, þar sem þú veist svona mikið um Jesúm? Ekki hefði ég verið óhamingjusamur, ef ég hefði þekkt hann fyrr. Þó varst þú eins þreyttur og vansæll og ég. Það er ekki eins nýtt fyrir mér og fyrir þér, Eiríkur. Það kom hik á foringjann. Hann vildi alls ekki missa traust barnsins. Þó varð hann að segja drengnum sannleikann. Ég er búinn að gleyma öllu þessu, drengur minn. Það kemur mér ekki eins mikið við og þér. En ég býst við, að það sé mér sjálfum að kenna. Ég hef aldrei þekkt þetta eins vel og þú gerir nú. Hvers vegna ekki? spurði Eiríkur alveg forviða. Þú, sem hefur sagt mér þetta allt sjálfur. Hvemig víkur þessu við? Þú hefur svo fagurlega útskýrt þetta þungskildasta. Hvernig víkur þessu við? Ég hefði aldrei þekkt Jesúm, ef þú, einmitt þú, hefðir ekki frætt mig um hann. Það er ekki allt komið undir því að hafa lært um hann. Allir vér, er köllum oss kristna, höfum þekk- inguna í höfðinu. Allur fjöldinn í þessu landi er engu nær fyrir því. Vertu ekki að bera kvíðboga fyrir mér. Þú ert sæll í þinni trú. Þú ættir að halda áfram að vera það. Gleymdu ekki að minnast mín, þegar þú biður þinn nýja vin.

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.