Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 46

Norðurljósið - 01.01.1981, Síða 46
46 NORÐURLJÓSIÐ Eiríkur hneigði sig glaðlega til samþykkis. Hann þekkir þig vel, Graham. Eg hef sagt honum frá þér. Eg ætla að biðja hann að gera þig hamingjusaman. Eg er viss um, að hann gerir það. Æ, verður þú nú endilega að fara? Foringinn ungi fyrirvarð sig ekki, þó að hann lyti niður að Eiríki litla, sem lagði hendurnar um hálsinn á honum og kyssti á veðurbarinn vanga hans. Vertu sæll, ég skal reyna að vera rólegur, þó að þú farir. Nú er mér sama, þó að ég verði fyrir vonbrigð- um. En ég skal aldrei, aldrei gleyma þér. Orð Eiríks litla hljómuðu fyrir eyrum hans, er hann lagði af stað. Eg skal aldre'i, aldrei gleyma þér. Hann hugsaði til þess með hryllingi, hvað foringjarnir hinir, félagar hans, mundu segja, ef þeir vissu um þann félagsskap, sem hann hafði haft upp á síðkastið. Æ, ég öfunda þennan dreng fyrir trú hans og sæ'lu, muldraði hann. Eg vildi svo feginn fylgja dæmi hans. Það eru ekki trúarbrögðin, sem hann hefur fundið og fagnað heldur sönn og lifandi persóna. - Og það er nú einmitt það, sem ríður baggamuninn. Graham foringi fór aftur til herdeildar sinnar og hélt áfram sínu gamla lífemi. Alltaf hlakkaði hann þó til að fá bréf frá Eiríki litla. Hann reyndi árangurs- laust að kæfa niður þessa huldu og óslökkvandi þrá í brjósti sér. Það var eitt kvöld, er hann hafði fengið eitt af þessum kynlegu bréfum, að hann fór inn í herbergi sitt með þeim ásetningi: að ganga úr skugga um, hvort nokkuð væri í þessum trúarbrögðum, sem gæti átt við hann. Eða hvort þetta væri aðeins við hæfí saklausra barna eða auðtrúa kvenna. Eg get ekki þolað þetta lengur, hugsaði hann, gramur í geði. - Eg fæ ekki að vera í friði fyrir þessu dag eða nótt! Síðan breiddi hann út bréf barnsins og fór að lesa það einu sinni enn. Hjartans kæri vinur. Það gladdi mig að fá þitt góða bréf. Mér er óðum að batna, svo að læknirinn sagði síðast, þegar hann skrif- aði, að ég mætti bráðum ríða litlum hesti í stað þess að láta aka mér í vagni. Ég hlakka til þess. Minn kæri faðir er mjög veikur. Hann hefur aldrei skrifað mér, síðan ég skrifaði honum og sagði honum, hve góðan vin ég hafði fundið. Hann skrifaði fóstru og bað hana að ávíta mig ekki, því að ég mundi brátt gleyma þessu. Hann hefur fengið veikina, sem er að ganga í Afríku. Ég er alltaf að biðja Drottin Jesúm að láta honum batna, svo að hann geti komið fljótt heim aftur. Kæri vinur minn, ertu ekki ennþá neitt sælli? Ég er sælli dag frá degi. Ég hef sagt Jesú frá þér. Ég veit, að hann kennir líka í brjósti um þig. Hann vill, að menn séu glaðir. Það hef ég lesið í nýja testamentinu. Hefur þú sagt honum, hvað gangi að þér? Ég ímynda mér, að þú hafír gert það. En heldur þú ekki, að hann geti gert allt? Það, sem mig undrar mest, er það, að hann fann vasahnífínn minn. Ég týndi honum, en nafnið mitt stóð á honum, því að pabbi gaf mér hann. Mig var búið að vanta hann í fleiri mánuði. En ég vissi, að Guð getur allt, svo að ég bað hann að fínna hnífínn minn. Ég sagði fóstru minni, að hnífurinn mundi fínnast, en hún hló að mér. í gær kom Rex með hann. Hann hafði fundið hann í heyhrúgu í garðinum. Jesús var góður að láta Rex fínna hann. Hann veit, að hundinum þykir mjög gaman að fínna hluti. Rex var glaður, og ég líka. Fóstra segir, að ég megi ekki skrifa meira. Þinn elskandi vinur, Eiríkur. Hef ég sagt honum, hvað gangi að mér? hugsaði Graham með sjálfum sér. Auðvitað ekki. Ég veit það ekki sjálfur. Ef þessi bók er sönn, verð ég ekki í rónni fyrr en ég hef gert það. Innst í sálu minni trúi ég því, að hún er sönn. En það er svo erfítt að byrja. Éiríki litla gekk það nógu vel. Ef ég væri orðinn barn aftur, þá væri það hægðarleikur. En þar sem er það ekki - Það var sem Graham foringi vaknaði af draumi. Hann var með biblíu í höndunum og hafði í hugsunar- leysi rennt augum yfir blöð hennar. Nú urðu fyrir honum þessi orð, sem festust eins og með eldletri í sál hans: „Nema þér snúið við og verðið eins og bömin, komist þér alls ekki inn í himnaríki.“ „Hver, sem lítillækkar sig eins og barn þetta, hann er mestur í himnaríki.“ Hinn ungi maður var lengi sokkinn í djúpar hug- leiðingar. Um miðnætti lá Graham á bæn: „Ég trúi, Herra, en hjálpa þú trúarleysi mínu.“ 7. KAFLI Bréfaskipti. Kæri vinur. Ég er í vanda staddur og hef verið að gráta í allan dag. Minn elskulegi faðir er dáinn, og ég sé hann ekki fyrr en ég kem í himnaríki. Fóstra mín heyrði það í gær. Læknirinn kom til mín í dag og föðursystir mín, sem ég þekki alls ekkert, því að pabbi bað hana að koma aldrei til mín. En hún var hjá honum, þegar hann dó. Hann var á leiðinni heim og dó ekki fyrr en hann var kominn til Englands. Föðursystir mín þekkir Jesúm og elskar hann eins og ég. Ó, hvað ég gleðst af

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.